Fulltrúar frá LAUF verða með fræðslu um flogaveiki í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 11.sept

1. Kl. 15-16,30: Fræðslufundur fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga, sambýla, félagsþjónustu og annarra stofnana og fyrirtækja sem þjónusta íbúa svæðisins.

2. Kl. 16,30-17,30: Opið hús fyrir almenning; fólk með flogaveiki, aðstandendur og allt áhugafólk. Fulltrúar félagsins verða til viðtals.

Lesa meira

Opið hús 2.sept

Á opna húsinu þann 2.sept næstkomandi ætlum við að vera í salnum okkar í Hátúni 10 og Guðrún Ósk Maríasdóttir, næringarfræðingur, ætlar að ræða við okkur um mat, mataræði og mikilvægi góðrar næringar. Kaffiveitingar

kl. 19,30-21

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti

Kv. Stjórnin

Lesa meira

Ráðgjafaviðtöl

Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, hefur aftur hafið störf eftir sumarfrí.

Allir sem eru félagsmenn hjá LAUFinu geta fengið ráðgjafarviðtöl fyrir sig og sína aðstandendur hjá Gunnhildi, sér að kostnaðarlausu.

Hafið samband við skrifstofu LAUF, lauf@vortex.is , eða beint við Gunnhildi, gunnhildur@vinun.is , til að bóka tíma.

ATH! til þess að fá viðtalið ókeypis er nauðsynlegt að vera félagsmaður hjá LAUF.

Lesa meira

Áfengi

Mörgum er mikilvægt að neyta áfengis á góðri stundu. Kaldur bjór getur svalað þorsta og gott vín með mat getur gert góða máltíð ánægjulegri. Ferð á krána þýðir samvera með vinum og kunningjum og er mikilvægur þáttur í félagslífi margra.

Sá sem drekkur áfengi verður að hafa heilbrigt viðhorft til þess og sýna ábyrgð ef hann ætlar sér að komast hjá alvarlegum heilbrigðis- og félagslegum vandamálum sem misnotkun getur leitt til.

Fólk með flogaveiki þarf að gæta sín betur en margir aðrir við neyslu áfengis. Fyrir því eru ýmsar ástæður

  • Áfengi getur truflað verkun flogaveikilyfja og hindrað að rétt blóðþéttni náist sem þarf til að stjórna flogum.
  • Mikið magn áfengis, t.d. bjór og sterkir drykkir, getur verið flogakveikja fyrir fólk með flogaveiki.
  • Áfengisdrykkja leiðir oft til þess að fólk vakir lengur. Svefnleysi, matarleysi og ruglingur á lyfjatöku eru allt líklegir þættir til að auka hættu á flogum.

Læknisfræðilega eru ekki allir á einu máli um það hvort fólk með flogaveiki ætti að neyta áfengis eða ekki. Sumir læknar telja að forðast beri alla áfengisneyslu meðan aðrir telja að hófdrykkja valdi ekki tjóni. Það er því einstaklingsbundin ákvörðun hvort drekka eigi áfengi eða ekki og hana ber að taka í ljósi ráðlegginga lækna og að vel hugsuðu máli. Einnig verður að hafa í huga að áhrif áfengis eru mjög einstaklingsbundin, það sem er hófdrykkja fyrir einn getur verið ofneysla fyrir annan. Mikilvægt er fyrir fólk með flogaveiki að taka ábyrga afstöðu til áfengisneyslu og standa við hana.

Misnotkun áfengis

Mikil áfengisdrykkja í langan tíma getur valdið tímabundnum eða varanlegum heilaskaða sem getur orsakað önnur vandamál, s.s. flogaveiki.

Einn af hverjum fimm körlum og ein af hverjum tíu konum eldri en 25 ára, sem glíma við áfengisvandamál, fá flog. Yfirleitt má rekja flogin til fráhvarfseinkenna eftir langvarandi drykkju. Rannsóknir sýna yfirleitt enga óeðlilega heilastarfsemi og ólíklegt er að flogin haldi áfram ef neyslu áfengis er hætt.

Þegar um alvarlega og langvinna misnotkun er að ræða, geta orðið heilaskemmdir sem orsaka flogaveiki sem rekja má annað hvort til beinna áhrifa áfengis á heilann eða höfuðskaða í tengslum við drykkju. Við þær aðstæður sýna rannsóknir yfirleitt óeðlilega heilastarfsemi sem heldur áfram þótt áfengisneyslu sé hætt.

Hjá einstaka fólki kemur drykkjuvandamál fram eftir að flogaveikin hefur greinst. Ástæðan gæti verið sú að áfengi er notað til að flýja persónulega erfiðleika s.s. í tengslum við samskipti, atvinnu o.s.frv.