Fulltrúar frá LAUF verða með fræðslu um flogaveiki í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 11.sept

1. Kl. 15-16,30: Fræðslufundur fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga, sambýla, félagsþjónustu og annarra stofnana og fyrirtækja sem þjónusta íbúa svæðisins.

2. Kl. 16,30-17,30: Opið hús fyrir almenning; fólk með flogaveiki, aðstandendur og allt áhugafólk. Fulltrúar félagsins verða til viðtals.

Lesa meira

Opið hús 2.sept

Á opna húsinu þann 2.sept næstkomandi ætlum við að vera í salnum okkar í Hátúni 10 og Guðrún Ósk Maríasdóttir, næringarfræðingur, ætlar að ræða við okkur um mat, mataræði og mikilvægi góðrar næringar. Kaffiveitingar

kl. 19,30-21

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti

Kv. Stjórnin

Lesa meira

Ráðgjafaviðtöl

Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, hefur aftur hafið störf eftir sumarfrí.

Allir sem eru félagsmenn hjá LAUFinu geta fengið ráðgjafarviðtöl fyrir sig og sína aðstandendur hjá Gunnhildi, sér að kostnaðarlausu.

Hafið samband við skrifstofu LAUF, lauf@vortex.is , eða beint við Gunnhildi, gunnhildur@vinun.is , til að bóka tíma.

ATH! til þess að fá viðtalið ókeypis er nauðsynlegt að vera félagsmaður hjá LAUF.

Lesa meira

Börn & Flogaveiki

Flestir sem greinast með flogaveiki eru yngri en 20 ára.

Börnum er líffræðilega hættara við að fá flog þar sem margt getur gerst sem raskar eðlilegu þroskaferli þeirra frá getnaði til fæðingar.

Einnig geta ýmsar ytri aðstæður truflað viðkvæmar heilafrumur á mismunandi þroskastigum. Flogaveiki er líkamlegt ástand en hún hefur líka sálfélagslegar afleiðingar og getur haft áhrif á námsgetu barna. Börn með flogaveiki hafa oft minna sjálfstraust en börn með aðra langvinna sjúkdóma.

Mikilvægt er að skapa þeim umhverfi sem einkennist af skilningi, ást og viðurkenningu sem gerir þeim kleift að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og gott sjálfstraust. Börn þurfa annars konar meðferð og meðhöndlun heldur en þeir sem eldri eru. Börn eru ekki lítið fullorðið fólk.