Fjölskylduráðgjöf hjá LAUF
Gunnhildur H. Axelsdóttir veitir félagsmönnum LAUF og aðstandendum þeirra ráðgjöf og meðferð. Gunnhildur er Fjölskyldumeðferðarfræðingur. Í grunninn er hún með Uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á þroskaþjálfun og Fötlunarfræði frá H.Í. Hún hefur sérhæft sig í réttindamálum fólks með fötlun og langvarandi sjúkdóma og áhrifum sjúkdóma á líf fólks. Hún hefur einnig verið með námskeið á vegum félagsins, þar sem hún kennir aðferðir í dáleiðslu, hugleiðslu, yoga, öndun og heilun.
Það hefur sýnt sig að mikil þörf er á þessari þjónustu. Til Gunnhildar leitar fólk með ýmis mál sem það þarf aðstoð með, allt frá því að fá almennar upplýsingar, stuðning með réttindamál og eða aðstoð vegna samskiptamála, hvort sem þau tengjast fjölskyldu, maka eða vinnu.
Flogaveiki er sjúkdómur sem hefur mismikil áhrif á líf fólks, sumir glíma við kvíða, óöryggi og jafnvel depurð vegna þeirra hamla sem þeir upplifa að sjúkdómurinn setji þeim. Reynslan sýnir að oft eru þessir þættir meira huglægir og nokkuð sem hægt er að takast á við með réttri aðstoð.
Hömlur sem fólk setur sér vegna flogaveikinnar geta sett allt daglegt líf úr skorðum og það hefur líka áhrif á þeirra nánustu. Allar hömlur skerða lífsgæði og gera lítið annað en að ýta undir sjúkdómseinkenni og depurð. Það er því mikilvægt að standa upp fyrir sjálfum sér og tækla viðkomandi ferðafélaga sem flogaveikin er.
Þeir félagsmenn sem nýtt hafa sér aðstoð Gunnhildar eru mjög ánægðir.
Öll viðtöl og aðstoð Gunnhildar er félagsmönnum og aðstandendum að kostnaðarlausu.
Hægt er að panta tíma með tölvupósti í netföngin: gunnhildur@vinun.is eða lauf@vortex.is eða með því að fylla út form á heimasíðunni www.lauf.is
Hér má sjá ýmsar áhugaverðar tölulegar upplýsingar frá Tryggingastofnun Ríkisins: https://www.tr.is/tryggingastofnun/tr-i-tolum/maelabord
Sæl öll
Nú í vor ætla fjallagarparnir og ævintýramennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson að ganga á Everest, hæsta fjall í heimi, og er stefnan að leggja af stað í mars og reyna að toppa í lok maí. Það ánægjulega við þetta allt saman er að þeir hafa hugsað sér að nota þennan leiðangur til að vekja athygli á Umhyggju og málefnum langveikra barna og safna um leið áheitum/styrkjum til að styðja við starfið sem er í örum vexti þessa dagana með aukinni þjónustu. Við erum ótrúlega glöð og hlökkum mikið til þessa samstarfs.
Með þeim í för verður Garpur Ingason Elísabetarson, myndatökumaður, og mun hann fylgja þeim eftir bæði í undirbúningnum og alla leið upp í grunnbúðir Everest. Í kvöld mun verkefnið vera kynnt með innslagi í Íslandi í dag og munu þeir félagar í framhaldinu pósta reglulega í gegnum Instagramsíðu Umhyggju, @umhyggja.is, og á facebooksíðunni Með Umhyggju á Everest https://www.facebook.com/Umhyggja.is bæði á meðan á undirbúningi stendur og eins í ferðinni sjálfri. Þeir fá til liðs við sig ýmsa þekkta einstaklinga t.d. til að taka með sér æfingar o.s.frv.
Þá Heimi og Sigga langar mikið að komast í tengsl við þau börn og fjölskyldur sem eru í okkar félögum og hafa hug á að taka með sér á Everest drauma langveikra barna og systkina þeirra, alla leið upp á toppinn. Þannig vonast þeir til að krakkarnir eða fjölskyldur þeirra sendi þeim drauma sem þeir geta svo lesið upp á leiðinni og jafnvel póstað (nafnlaust) til að blása sér byr í brjóst þegar á móti blæs á leiðinni. Það geta verið stórir sem smáir draumar, markmið o.fl. Að sama skapi væru þeir mjög til í að tengjast þeim sem hafa áhuga t.d. í gegnum Zoomfundi, hafa “spurt og svarað” spjallstund með fjölskyldum, segja frá leiðangrinum þegar komið er heim o.s.frv. Því biðlum við til ykkar að hvetja ykkar fólk til að taka þátt.
Við munum standa fyrir netuppákomu nú um mánðarmótin þar sem einhver flottur skemmtikraftur mun troða upp og Everestfararnir munu kynna sig. Við vonum að sem flestir vilji taka þátt og sendum ykkur nánari tímasetningu og link þegar þar að kemur. Einnig munum við auglýsa þetta á vefsíðu, facebooksíðu Umhyggju og facebooksíðunni Með Umhyggju á Everest.
Þeir krakkar, systkini eða fjölskyldur sem vilja senda draumana sína upp á hæsta tind heims geta sent þeim félögum í gegnum þetta form https://www.umhyggja.is/is/draumur-a-everest
til upplýsinga, sjá hér: https://www.obi.is/is/starfsemi/domar-urskurdir-alit
Skrifstofa LAUF verður lokuð frá og með 14.desember, við förum í jólafrí. Opnum aftur mánudaginn 4.janúar 2021 kl.9
Óskum félagsmönnum og öðrum velunnurum gleði og friðar á jólum, þó með óhefðbundnu sniði séu.
út er komið nýtt blað frá Umhyggju, fullt af fróðlegu og áhugaverðu efni
https://www.umhyggja.is/static/files/umhyggja-1.tbl.2020-26.-a-rg-fyrir-vefinn.pdf
Hingað á skrifstofuna hafði samband ung stúlka, 14 ára, sem er með flogaveiki, og hefur hún mikinn áhuga á að komast í samband við aðra krakka á svipuðum aldri, til að ræða saman um flogaveikina og lífið með henni. Ef þú hefur áhuga á að vera í sambandi við hana, sendu okkur tölvupóst í lauf@vortex.is eða message í gegnum facebook hópinn okkar: https://www.facebook.com/groups/339530970723398
Kæru félagsmenn, við höfum nú sent út kröfur vegna félagsgjalda fyrir árið 2020. Þetta er gert mun seinna en venja er, vanalega fara kröfurnar út að vori. Skýringin liggur, eins og með svo margt annað um þessar mundir, í því að við gátum ekki haldið aðalfundinn á réttum tíma út af covid. Við biðjum ykkur að bregðast hratt og vel við og greiða kröfurnar.
Eldri fréttir
-
Skrifstofan lokuð mánudaginn 19.október
-
Opnu húsi aflýst
-
LAUF blaðið
-
Umhyggja býður lögfræðiráðgjöf
-
Ný síða á facebook
-
Opið hús september
-
Aðalfundur LAUF
-
Opið hús í ágúst FELLUR NIÐUR
-
Sumarlokun skrifstofu
-
Reiðhjól fyrir fólk með fötlun eða veikt jafnvægi
-
Opið hús
-
Aðalfundur, ný tímasetning
-
Nokkur góð ráð frá Gunnhildi
-
Skrifstofan í páskafrí
-
Opið hús í apríl fellur niður
-
Fjólublái dagurinn, 26.mars