Kæru félagsmenn, við höfum nú sent út kröfur vegna félagsgjalda fyrir árið 2020. Þetta er gert mun seinna en venja er, vanalega fara kröfurnar út að vori. Skýringin liggur, eins og með svo margt annað um þessar mundir, í því að við gátum ekki haldið aðalfundinn á réttum tíma út af covid. Við biðjum ykkur að bregðast hratt og vel við og greiða kröfurnar.
Skrifstofa LAUF verður lokuð mánudaginn 19.október vegna sumarleyfis starfsmannsins
LAUF blaðið mun að venju koma út í desember, og fögnum við öllum tillögum að umfjöllunarefni.
við viljum þó hvetja ykkur til að skoða og kynna ykkur eldri blöð frá okkur, sjá hér: http://lauf.is/utgefid-efni/ þar er að finna ýmislegt umfjöllunarefni, og meðal annars flest það sem komið hafa ábendingar um nú síðustu daga, t.d. meðganga og fæðing hjá konum með flogaveiki, börn sem eiga foreldra með flogaveiki, eldra fólk og flogaveiki og margt fleira
Okkur langar að vekja athygli ykkar á nýrri þjónustu hjá Umhyggju, en nú geta foreldrar í aðildarfélögum Umhyggju óskað eftir ráðgjöf lögfræðings í málum sem varða hagsmuni barna og tengjast veikindum þeirra. Lögfræðingur Umhyggju er Eva Hrönn Jónsdóttir. Vakin er athygli á að ekki er um aðstoð við rekstur mála fyrir dómstólum að ræða, heldur frekar aðstoð við að yfirfara mál, ritun lögfræðibréfa, ráðgjöf um hvernig sé best að snúa sér o.þ.h.
Hægt er að sækja um á eyðublaði á vefsíðu Umhyggju: https://www.umhyggja.is/is/um-felagid/logfraediradgjof
Lentum í vandræðum með facebook síðuna okkar, komumst bara ekki inn.
Svo nú erum við búin að stofna nýjan hóp á facebook fyrir félagsmenn LAUF og annað áhugafólk um flogaveiki
https://www.facebook.com/groups/339530970723398
AÐALFUNDUR LAUF- FÉLAGS FLOGAVEIKRA og Æskulýðs- og fræðslusjóðs LAUF, sem frestað var í vor
Verður haldinn þriðjudaginn 15.september 2020 kl.17,30
Í húsnæði félagsins að Hátúni 10.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv lögum félagsins.
Stjórn hvetur félagsmenn til að fjölmenna.
Stjórnin.
jæja kæru vinir, þá er sumarfríið búið og við hefjum aftur störf. dagskráin verður auðvitað lituð af covid ástandinu eitthvað áfram, en vonandi gengur það fljótt yfir. því miður lentum við í smá misskilningi í júlí þannig að enginn mætti frá félaginu til að opna fyrir ykkur í opnu húsi, en misskilningur hafði orðið um það hver ætlaði að sjá um kvöldið. og nú er facebook síðan okkar með eitthvað vesen við okkur, svo við getum ekki auglýst þar. ÞVÍ MIÐUR VERÐUM VIÐ AÐ AFLÝSA OPNU HÚSI SEM VERA ÁTTI Í KVÖLD, MÁNUDAGINN 10.ÁGÚST, AF ÓVIÐRÁÐANLEGUM ORSÖKUM.
Sumarlokun skrifstofu
við erum farin í sumarfrí, fram að verslunarmannahelgi, opnum næst miðvikudaginn 5.ágúst
hægt er að lesa skilaboð inn á símsvara: 551-4570 eða senda okkur tölvupóst: lauf@vortex.is
Þetta fyrirtæki býður upp á reiðhjól sem henta sérlega vel fyrir fólk sem hefur veikt jafnvægi eða er á annan hátt fatlað eða veikt fyrir.
"Icetrike reiðhjólin eru frábær kostur til að bæði komast á milli staða, ásamt því að stunda líkamsrækt. Hjólin er hægt að fá með öflugum rafmótor. Auðvelt að komast á milli staða á Icetrike hjólunum. Þríhjól sem er nýjung á hjólamarkaðnum á Íslandi, en hafa verið þekktur möguleiki um langt skeið erlendis. Icetrike hjólin eru framleidd í Englandi, þekkt fyrir gæði og vandaða vinnu. Núna nýlega var t.d. kona fyrst til að fara á hjóli yfir Suðurskautið, einmitt á hjóli frá Icetrike. Margar útfærslur í boði. Þrjú hjól gera minni kröfur um að halda jafnvægi en á hefðbundnu tvíhjóli, án þess að á nokkurn hátt sé slakað á kröfum um t.d. bremsur, gírskiptingar eða annað slíkt.
mánaðarlegt opið hús, fyrsta mánudagskvöld í mánuði, hefst aftur næsta mánudag, 8.júní
kl. 19,30-21
allir velkomnir
komum saman, spjöllum og deilum reynslu
næstu opnu hús verða svo: 6.júlí og 10.ágúst
Eldri fréttir
-
Skrifstofan lokuð vegna flutninga
-
Opið hús fyrir foreldra barna með flogaveiki
-
Nýtt Umhyggjublað
-
Sumarhús Umhyggju, umsóknir fyrir páskana
-
Jólalokun skrifstofu
-
Jólalokun skrifstofu
-
Opið hús í janúar, fyrir foreldra barna með flogaveiki
-
Ókeypis gisting í desember og janúar, fyrir fjölskyldur
-
Jóla opið hús, 12,des
-
Skrifstofan lokuð vikuna 5.-9.des
-
Heilsumolar SÍBS
-
Umhyggjuhöllin
-
Systkinasmiðja Umhyggju
-
Íþróttaskóli ÍFR
-
Næst á dagskrá hjá LAUF
-
Systkinasmiðja í Reykjavík