Ákveðið hefur verið að aðalfundur LAUF, sem upphaflega átti að halda í mars, verði haldinn um mánaðamótin ágúst-september
Nánar auglýst síðar
Ákveðið hefur verið að aðalfundur LAUF, sem upphaflega átti að halda í mars, verði haldinn um mánaðamótin ágúst-september
Nánar auglýst síðar
Á þessum sérkennilegum tímum í baráttu við „covit veiruna“ er hætt við að kvíði læðist að okkur öllum og þá sérstaklega þeim sem eru að takast á við langvinn veikindi. Það er erfitt að sleppa frá umræðunni um „covit veiruna“ þar sem fjölmiðlar fræða okkur mörgum sinnum á dag um gang mála og þá verður það áberandi í umræðunni það sem miður fer. En sem betur fer heyrum við það líka að það eru margir að ná sér tiltölulega fljótt þrátt fyrir að veikjast af veirunni.
Sjálf gef ég mér hvíld af og til á fjölmiðlum og leyfi mér að njóta hversdagsleikans og undirbý í huganum sumarfríið og hvað það er sem ég ætla að áorka á þessu ári. Rannsóknir eru að sýna okkur, að það að gleyma sér í skemmtilegri afþreyingu og hlægja styrkir ónæmiskerfið. Þar sem verið er að leggja áherslu á að vera sem mest heima við, er tilvalið að nota tímann og tileinka sér nýja færni eins og t.d. að læra að hugleiða, vinna með sjónsköpun og þjálfa upp rétta öndun.
Þessi tími á eftir að reyna á þolinmæðina og umburðarlyndið, svo það er ágætt að leyfa sér að fara aðeins inn á við og hlúa að sjálfum sér og sínum nánustu.
Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á það að kærleikurinn er eitt mikilvægasta aflið til að styrkja ónæmiskerfið. Virðing, kærleikur og vellíðan og upplifa sig verðugan er að skipta miklu máli.
Fyrir þau ykkar sem upplifa skort á þessari virðingu og sjálfsást er mikilvægt að benda á að hægt er að þjálfa upp tilfinningu fyrir virðingu, gleði og kærleika í eigin garð. Tilfinningar og upplifun geta orðið að vana og ef við höfum þróað hjá okkur í langan tíma neikvæða upplifun gangvart okkur sjálfum, þarf að breyta henni. Hugsun er hægt að breyta og tilfinningalegri upplifun er líka hægt að breyta, þar sem hugsun og tilfinningar fylgjast að.
Gott dæmi um það hvernig við eigum að hugsa um okkur er sú athöfn að gróðursetja fræ. Við fylgjumst með því á hverjum degi, vökvum og hlúum að því svo það nái að skjóta rótum. Þegar svo fyrsta spíran gæist upp úr moldinni fyllumst við stolti og höldum áfram að vökva og hlúa að því svo það verði að fallegri plöntu sem við getum dást að.
Það er þannig sem við eigum að hlúa að okkur sjálfum. Hugsa jákvæðar uppbyggilegar hugsanir í garð okkar sjálfra og okkar nánustu. Það er þannig sem við hjálpum þeim sem okkur er annt um að vaxa og njóta sín og um leið okkur sjálfum og hæfileikum okkar að blómstra.
Ég vil ítreka mikilvægi þess að passa upp á svefn og til þess eru nokkrar leiðir eins og gera slökunaræfingar fyrir svefninn, hugleiða og gera öndunaræfingar. Djúpöndun leiðir hugann inn í slökun, líkami og hugar talast við og öll hugsun. Það er því gott að temja sér ró fyrir svefninn, sleppa því að horfa t.d. á tíufréttirnar, þær er hægt að lesa daginn eftir. Láta síma og tölvur bíða frammi og taka frekar með sér bók upp í rúm og eða hlusta á róandi tónlist.
Ég vil líka benda á æfingar sem eru inni á heimasíðu LAUF en þar eru sérstaklega æfingar um sjálfsdáleiðslu og sjónsköpun en þær gera mikið gagn og nú er tíminn til að æfa sig. Fyrir þau ykkar sem hafa beyg af hugmyndinni um „sjálfsdáleiðslu“ vil ég aðeins segja það að sjálfsdáleiðsla er annað form af hugleiðslu þar sem beitt er sjónsköpun og skynjun virkjuð til að gera hana áhrifaríka. Að baki sjálfsdáleiðslu liggja rannsóknir sem hafa sýnt fram á, að með beitingu hennar næst ótvíræður árangur til sjálfsstyrkingar og hefur verið beitt innan læknisfræðinnar til að styrkja ónæmiskerfið.
Fyrir þau ykkar sem vilja fræðast frekar er hægt að ná sambandi við mig gegnum Lauf eða beint á netfangið gunnhildur@vinun.is. Með skype get ég bæði tekið viðtöl, leiðbeint og kennt.
Gunnhildur Heiða Axelsdóttir
Fjölskyldufræðingur
Skrifstofa LAUF er farin í páskafrí, opnum næst miðvikudaginn 15.apríl
Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi mun opið hús, sem hefði átt að vera mánudaginn 6.apríl, falla niður. Vonandi getum við svo haldið okkar striki í maí.
Á morgun, 26.mars, er Fjólublái dagurinn, Purple Day, sem er alþjóðlegur dagur til vitundarvakningar um flogaveiki, sjá nánar á www.purpleday.org
LAUF - félag flogaveikra mun í tilefni dagsins birta þessa heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu.
Við hvetjum okkar fólk til að taka þessa mynd, vista hana hjá sér og deila á sínum FB síðum.
Nokkrir hafa haft samband og spurt út í það hvort fólk með flogaveiki teljist til áhættuhópa út frá corona-veiru smiti.
Stutta svarið er Nei.
Flogaveiki í sjálfu sér gerir fólk ekki útsettara fyrir veirusmiti og veldur því ekki að fólk verði alvarlegar veikt ef það smitast.
HINSVEGAR er rétt að muna að fjölmargir flogaveikir eru til viðbótar með ýmsa aðra undirliggjandi sjúkdóma/kvilla/veikleika, og þeir geta auðvitað valdið því að fólk sé í meiri hættu.
EN sem sé, flogaveikin sjálf hefur, að því er rannsóknir sýna enn sem komið er amk, ekki áhrif gagnvart corona smiti.
Aðalfundinum sem áformað var að halda 30.mars er hér með frestað um óákveðinn tíma, en fundurinn verður vel auglýstur þegar þar að kemur.
AÐALFUNDUR LAUF- FÉLAGS FLOGAVEIKRA og Æskulýðs- og fræðslusjóðs LAUF
Verður haldinn mánudagskvöldið 30.mars 2020 kl.19,30
Í húsnæði félagsins að Hátúni 10.
(með fyrirvara um breytingar út frá fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda vegna COVID-19, ef breyting verður á mun það auglýst á heimasíðu og facebook síðu)
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv lögum félagsins.
Stjórn hvetur félagsmenn til að fjölmenna.
Kaffiveitingar
Stjórnin.
Frá Umhyggju - styrktarfélagi langveikra barna, kom beiðni um að við tækjum vel í beiðni þessarar ungu konu:
Ég heiti Ingveldur Marion Hannesdóttir og er í meistara námi í Mannfræði við Háskóla Íslands. Ég er að leita eftir fjölskyldum til að taka þátt í rannsókn á systkinum langvarandi veikra barna. Leitast er eftir að taka viðtöl við krakka á aldinum 12 – 18 ára gömul og gaman væri að nokkrir krakkar væru úr sömu fjölskyldunni. Ég er að leitast eftir 8 – 12 fjölskyldum eða um það bil 25 krökkum hvaðan af á landinu. Ég er tilbúin að ferðast hvar sem er á landinu til að taka viðtölin. Ég er að leitast eftir 3 - 4 viðtölum í heild. Fyrsta viðtalið yrði um það bil klukkustund þar sem ég myndi reyna að tengjast viðmælendum mínum og yrði það í raun ekki viðtal sem slíkt. Þarna fengu krakkarnir líka að kynnast mér og spyrja mig spurninga. Í annarra heimsókninni myndi í raun rannsóknin byrja. Ég myndi vilja að það myndi liða nokkrir mánuðir á milli viðtala 2-3.
Ástæða fyrir þess að ég leita til ykkar er að ég er sjálf langvarandi veik frá fæðingu og á 3 systur og þegar ég var að gera B.A. ritgerð mína áttaði ég mig á að engin rannsókn hafi verið gerð hér á systkinum langvarandi veikra barna og í raun engin sem hafði farið þá leið í rannsóknum og mér fannst þetta málefni mjög þarft hér á landi. Rannsóknin hefur fengið jákvæð svör frá Háskóla Íslands of siðanefndinni og því leita ég nú til ykkar. Eins vil ég nefna að það má hætta rannsókn hvenær sem er án ástæðu.
Leiðbeinandi minn er Jónína Einarsdottir mannfræðingur (je@hi.is) sem hefur verið að rannsaka börn hérlendis. Eins er ég með sálfræðing með mér sem heitir Drífa Björk Guðmundsdóttir.
Með von um að ég heyri frá þér/ ykkur
Kveðja Ingveldur Marion Hannesdottir
773 – 3134
imh5@hi.is
Aðalfundur LAUF - félags flogaveikra og Æskulýðs- og fræðslusjóðs LAUF, verður haldinn mánudaginn 30.mars kl 19,30, í sal félagsins að Hátúni 10
Námskeiðið er ætlað langveikum börnum á aldrinum 13-15 ára (8-10 bekkur)
Átta skipti frá 11.mars til 29.apríl
Nánari upplýsingar á www.umhyggja.is