Hér má sjá það duglega fólk sem ætlar að hlaupa til styrktar félaginu okkar. Endilega verið dugleg að deila, og auðvitað að heita á þau.
https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/493/lauf-felag-flogaveikra
Hér má sjá það duglega fólk sem ætlar að hlaupa til styrktar félaginu okkar. Endilega verið dugleg að deila, og auðvitað að heita á þau.
https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/493/lauf-felag-flogaveikra
Minnum á opnu húsin okkar alltaf fyrsta mánudag í hverjum mánuði kl.19,30-21. (nema núna í ágúst, út af versló, þá er það mánudaginn 13/8).
Dagskrá:
mán.13.ág.: óformlegt spjall
mán.3.sept.: Gunnhildur, félagsráðgjafinn okkar, kynnir sína þjónustu, hvernig hún getur hjálpað fólki og hvað fólk getur gert sjálft til að bæta líf sitt.
mán.1.okt.: dagskrá auglýst síðar
mán.5.nóv.: dagskrá auglýst síðar
mán.3.des.: dagskrá auglýst síðar
Fyrirlestur um flogaveiki skólabarna.
20.ágúst 2018
kl. 13-15
Kennslustofu Barnaspítala Hringsins, jarðhæð.
Efni:
Sjúkdómurinn
Markmið meðferðar
Þarfir barna með flogaveiki
Stuðningur í skólanum
Viðbrögð við flogum í skólanum
Skrifstofa LAUF er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 25.júní. Opnum næst miðvikudaginn 8.ágúst.
Hægt er að senda tölvupóst í lauf@vortex.is , lesa skilaboð á símsvara: 551-4570 eða senda skilaboð í gegnum facebook síðu félagsins.
Minnum á Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2018 sem afhent verða á Alþjóðadegi fatlaðra 3. desember n.k. sjá á eftirfarandi slóð. http://www.un.org/en/events/disabilitiesday/.
Óskað er eftir tilnefningum í eftirfarandi flokka fyrir 15 september 2018.
Verðlaunaflokkarnir eru fjórir:
Einstaklinga
Fyrirtækja og stofnana
Umfjöllunar og kynninga
Aðildarfélaga ÖBÍ
Nánar um verðlaunin:
Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu og með því stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Sjálfsagt er að tilnefna sömu aðila og áður hafa verið tilnefndir ef vitað er að þeir séu vel að verðlaununum komnir.
Vinsamlegast sendið tilnefningar rafrænt á eyðublaði sem finna má á heimasíðu ÖBÍ á slóðinni: https://www.obi.is/…/hvatningar…/hvatningarverdlaun-eydublad
Einnig má prenta eyðublaðið út og senda í hefðbundnum pósti til Kristínar M. Bjarnadóttur starfsmanns nefndarinnar á skrifstofu ÖBÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Félög og félagasamtök eru hvött til að vekja athygli félagsmanna sinna og velunnara á verðlaununum og leita til þeirra um tilnefningar, s.s. með útsendingu fjölpósts og tengingu ofangreindrar slóðar inn á heimasíðu félagsins eða á facebook hóp. Það er einlæg von okkar að við öll, aðildarfélögin og ÖBÍ hjálpist að við að gera daginn sem glæsilegastan.
Undirbúningsnefndina skipa:
Elín Hoe Hinriksdóttir, ADHD samtökin
Fríða Rún Þórðardóttir, Astma og ofnæmisfélag Íslands
Helga Magnúsdóttir, Sjálfsbjörg lsh
Margrét Haraldsdóttir, Félag nýrnasjúkra
Karl Þorsteinsson, Ás styrktarfélag.
Valur Höskuldsson, MND félagið á Íslandi
Vignir Ljósálfur Jónsson, HIV-Ísland
Halldóra Alexandersdóttir, stjórnarkona í LAUF, hefur verið skipuð fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands í stjórn Örtækni.
http://www.ortaekni.is/
Við vekjum athygli á málþingi ÖBÍ: Allt í kerfi? Sem haldið verður á Grand hóteli, þriðjudaginn 29. maí, kl 13-15. Þetta fjallar um reynsluna af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Það verða spaðar á málþinginu. Emil Thoroddsen, Svandís Svavarsdóttr, Henný Hinz og Steingrímur Ari. Við fáum reynslu notanda af nýja kerfinu og umræður. Þetta verður eitthvað! Við ættum öll að mæta og hvetja sem flest til hins sama. Sjá nánar hér: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/allt-i-kerfi
Kominn er nýr flipi á heimasíðuna, þar sem Gunnhildur fjölskylduráðgjafi mun setja inn ýmislegt gagnlegt efni, svo sem slökunaræfingar og fleira.
Okkar árlega og vinsæla vorferð verður að þessu sinni farin laugardaginn 26.maí.
Við gerum ráð fyrir að leggja af stað um kl.10 og vera komin aftur milli kl. 15 og 16.
Förum á Hvolsvöll og skoðum nýja safnið þar Lava Centre: https://lavacentre.is
Þar munum við einnig borða hádegisverð.
Eins og í fyrra verðum við í samfloti með Samtökum sykursjúkra.
Skráning í netfang: lauf@vortex.is í síðasta lagi um hádegi þriðjudaginn 22.maí.
ATH! um er að ræða tímabundið tilraunaverkefni, til að sjá hver þörfin er fyrir svona aðstoð hjá okkar fólki.
Þetta tímabundna verkefni mun standa út júní mánuð og svo endurmetum við stöðuna eftir sumarfrí. Á meðan á tilrauninni
stendur verður það FÉLAGSMÖNNUM LAUF AÐ KOSTNAÐARLAUSU að fá viðtal hjá Gunnhildi. Stjórn félagsins mun svo meta það að
tilraun lokinni hvernig framhaldið verður varðandi gjaldtöku fyrir þessa þjónustu.
Hér eru lýsing frá Gunnhildi sjálfri á því hvað það er sem hún getur aðstoðað fólk með:
Ég tók nýlega til starfa sem fjölskyldufræðingur í hlutastarfi fyrir Lauf - félag flogaveikra.
Til að gefa innsýn inn í starf mitt hef ég tekið saman nokkra punkta við hvaða þætti ég get m.a. aðstoða við.
· Ýmis réttindamál.
· Koma á stuðningsþjónustu eftir því sem við á.
· Hjálpa til við að lágmarka streituvaldandi þætti í daglegu lífi.
· Veita persónulegan stuðning til að leysa úr málum er hafa með vellíðan og daglega virkni að gera.
· Bjóða upp á samtal við fjölskylduna, hjón, pör og/eða einstaklinga.
· Kenna aðferðir og leiðir til að takast á við kvíða, streitu, þreytu og svefn vandamál.
Álag getur ýtt undir einkenni sjúkdóma og því mikilvægt að lágmarka streitu valdandi þætti. Hér get ég komið inn í og skoðað með viðkomandi hvað má fara betur.
Reynsla mín er að þegar einstaklingur eða einhver innan fjölskyldunnar greinist með sjúkdóm hefur það áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Þá getur reynst vel að koma í viðtal, opna fyrir samtalið á milli sín og annarra fjölskyldumeðlima og eða bara á milli sín og ráðgjafa. Samtal getur veitt skýrari mynd af stöðunni fyrir alla og hvernig best er að mæta aðstæðum, styrkja tengsl og ekki sýst hvernig styrkja má sína eigin sjálfsmynd.
Samtal er til alls fyrst og við mig má hafa samband beint á netfangið gunnhildur@vinun.is eða í netfang félagsins lauf@vortex.is .