Við bjóðum félagsmönnum og öðrum áhugasömum í opið hús á skrifstofu félagsins. Tvær stjórnarkonur, þær Helga og Thelma, ætla að standa við járnin og baka vöfflur með kaffinu. Engin formleg dagskrá verður heldur ætlum við bara að hittast, kynnast, spjalla saman, fá okkur kaffi og með því og þið getið séð aðstöðu félagsins.
Skrifstofan er staðsett að Hátúni 10b, húsi Öryrkjabandalagsins. Á húsinu er þrír turnar og erum við í þeim sem næstur er Kringlumýrarbrautinni, þar uppi á níundu og efstu hæðinni.
Opna húsið verður haldið mánudagskvöldið 30.janúar næstkomandi kl. 20-22.
Vonumst til að fá sem flesta gesti.
Fundur um daglegt líf með flogaveiki.
Lífið með langvinnum sjúkdómi getur stundum verið flókið og erfitt. Þrjár félagskonur sem allar hafa mismunandi reynslu af lífi með flogaveiki ætla að deila með okkur reynslu sinni af því hvernig þær hafa aðlagað dagleg viðfangsefni sín að þeirri staðreynd að þær eru með flogaveiki.
Að lokinni kynningu frá konunum verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður. Hér ætlum við að fræðast hvert af öðru og leita stuðnings í þeirri staðreynd að ekkert okkar er eitt um reynsluna.
Fundurinn verður haldinn mánudagskvöldið 21. nóvember næstkomandi, kl. 20, í kaffistofu starfsfólks ÖBÍ á jarðhæð í Hátúni 10b.
Frá og með 1. júní 2011 breytist opnunartími skrifstofunnar og verður sem hér segir:
- Mánudaga og miðvikudaga kl. 9-15.
Lokun vegna sumarleyfa verður eftirfarandi:
- Lokað verður frá og með mánudeginum 20. júní og opnað aftur mánudaginn 15. ágúst.
Eldri fréttir
-
Frá Sorgarmiðstöð
-
Ráðgjöf hjá LAUF
-
Opið hús
-
Áhugaverðar upplýsingar frá TR
-
Á Everest með Umhyggju
-
Dómsmál ÖBÍ
-
Jólin
-
nýtt blað frá Umhyggju
-
Unglingar með flogaveiki?
-
Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar HÍ
-
Síminn á skrifstofunni lokaður í 2-3 daga
-
Félagsgjöld 2020
-
Skrifstofan lokuð mánudaginn 19.október
-
Opnu húsi aflýst
-
LAUF blaðið
-
Umhyggja býður lögfræðiráðgjöf