Félagið hefur nýverið gefið út tvo nýja bæklinga sem hægt er að nálgast á skrifstofu LAUFs og á tölvutæku formi hér með því að tvísmella á myndirnar hér fyrir neðan fréttina.
Þann 18. febrúar síðastliðinn fór stjórn LAUFs til fundar við nokkra starfsmenn Barnaspítala hringsins. Tilgangurinn var að afhenta fræðsluefni um flogaveiki og biðja þá að dreifa því til þeirra sem greinast með flogaveiki og þeirra sem eru þegar greindir.
Í Hringsjá er veitt öflug endurhæfing til náms og starfa sem hjálpað hefur mörgum til að koma sér af stað aftur t.d. eftir áföll. Endurhæfingin er ætluð einstaklingum eldri en 18 ára sem vegna heilsufarsvanda, fötlunar, áfallasögu og eða félagslegra aðstæðna hafa ákveðið að endurmeta og styrkja stöðu sína og að efla persónulega færni.