Næsta opna hús verður í húsnæði LAUF við Hátún 10 mánudaginn 9.ágúst kl 19,30-21
Skrifstofa LAUF fer nú í sumarfrí.
Næst verður opið mánudaginn 9.ágúst
Næsta opna hús verður mánudaginn 5.júlí kl 19,30-21, í húsnæði LAUF í Hátúni 10
komum saman, spjöllum og deilum reynslu
AÐALFUNDUR LAUF- FÉLAGS FLOGAVEIKRA og Æskulýðs- og fræðslusjóðs LAUF, sem halda átti í apríl s.l. en var frestað vegna covid
verður haldinn mánudaginn 14.júní 2021 kl.17,30
Í húsnæði félagsins að Hátúni 10.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv lögum félagsins.
Stjórn hvetur félagsmenn til að fjölmenna.
Stjórnin.
STÓRA RANNSÓKNARKÖNNUNIN
Við þurfum á ykkar hjálp að halda !
Nú þurfum við hjá LAUF og ÖBí á ykkar hjálp að halda. Við biðjum ykkur að taka þátt í stuttri skoðanakönnun um fjárhagsstöðu, heilsu, líðan og vinnumarkað. Það tekur stuttan tíma og allir sem svara komast í pott og geta unnið 30.000 króna gjafakort.
Könnunin er gerð fyrir Öryrkjabandalag Íslands og sér Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins um framkvæmd hennar. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun Öryrkjabandalagsins til að meta stöðu öryrkja, örorkustyrktaka og endurhæfingarlífeyristaka. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina hvaða erfiðleika hópurinn glímir við. Þessi könnun er samskonar þeirri sem Varða gerði meðal félagsmenn stéttarfélaganna fyrr í vor og vakti mikla athygli.
Það tekur um 15 mínútur að svara könnuninni. Spurt er um húsnæði, fjárhagsstöðu, fátækt, líðan, heilsufar, heilbrigðisþjónustu og vinnumarkað.
Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sá um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og mun sjá um úrvinnslu á niðurstöðum.
- Könnunin verður opin í tvær vikur og hægt er að svara henni í snjallsíma, spjaldtölvu eða í tölvu.
- Könnunin er á tveimur tungumálum, íslensku og ensku.
- Þrír þátttakendur vinna 30.000 kr. gjafakort fyrir þátttökuna.
- Könnunin opnar þriðjudaginn 25. maí og verður lokað þriðjudaginn 8. júní.
Hér er hlekkur á könnunina á íslensku: https://www.research.net/r/oryrkjabandalag
Hér er hlekkur á könnunina á ensku: https://www.research.net/r/oryrkjabandalag?lang=en
Það er einnig hægt að skipta um tungumál efst í horninu hægra megin þegar fólk er komið inn í könnunina.
Við hvetjum alla öryrkja, örorkustyrktaka og endurhæfingarlífeyristaka til að taka þátt í könnuninni,
enda afar mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best
við að móta og styðja við kröfur Öryrkjabandalags Íslands.
Stjórn LAUFs
Fyrir hönd SÍBS og Vesens og vergangs vek ég athygli á því að nú er að hefjast ókeypis gönguáskorun á höfuðborgarsvæðinu.
Markmiðið með er að styðja fólk í að gera göngur að daglegri venju, efla líkamlegan og andlegan styrk og kynnast skemmtilegu fólki. Áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir þeirra sem hafa lítið gengið eða hafa af einhverjum ástæðu ekki náð að hreyfa sig reglulega.
Boðið verður upp á fjórar göngur þessu sinni en sú fyrsta er á dagskrá fimmtudaginn 3. júní klukkan 17:30. Lagt verður upp frá bílastæðinu við Vífilsstaði og gengin um 4 km leið. Hinar göngurnar verða farnar dagana 10. 16. og 24. júní og hefjast einnig klukkan 17:30.
Skráning er nauðsynleg sökum fjöldatakmarkanna sem miðast við 150 þátttakendur. Stofnaður verður viðburður á Facebook fyrir hverja göngu, þar sem skráning fer fram. Viðburðir fyrir allar göngurnar eru aðgengilegir á facebooksíðum SÍBS og verða settir í loftið sex dögum fyrir göngu.
Vegalengd: ca 5 km.
Uppsöfnuð hækkun: 70-100 m.
Göngutími: 1,5-2 klst.
Við göngum að mestu leyti á sléttum stígum, malarstígum og gætum farið um þröngu skógarstígana.
Næsta ganga verður þriðjudaginn 25.maí kl 16,55 - vegna frídags á mánudaginn gæti verið að nánari upplýsingar kæmu aðeins í seinna fallinu, en takið tímann frá.
Eldri fréttir
-
Notendaráð sveitarfélaga um þjónustu við fatlað fólk
-
Reykjavíkurmaraþon
-
Opið hús í ágúst
-
Sumarlokun skrifstofu
-
Sumarlokun skrifstofu
-
Opin hús í sumar
-
Empatica úr, niðurgreiðsla frá SÍ
-
Sumarið er tíminn, frá Gunnhildi
-
Reykjavíkurmaraþonið
-
Opið hús 13.júní
-
Upplifunarverk fyrir skynsegin og fjölfötluð börn
-
Frábært tilboð til fjölskyldna langveikra barna
-
Ráðstefna ÖBÍ um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks
-
Könnun frá nemendum við HR
-
Málþing kjarahóps ÖBÍ
-
Opið hús í maí