Pro Optik og Lauf hafa gert með sér samkomulag til eins árs sem felst í því að allir félagsmenn Laufs og fjölskylda þeirra fá afslátt af vörum og þjónustu. Pro Optik lét útbúa gleraugnaávísun að upphæð kr. 23.900, sem send hefur verið öllum félagsmönnum Laufs. Framvísun hennar í verslunum Pro Optik felur í sér greiðslur upp í gleraugnaumgjörð. Í boði eru margar tegundir umgjarða ef keypt eru sjóngler á sama stað, einnig er frí sjónmæling fyrir þá sem kaupa sjóngler. Lauf mun fá fleiri tilboð á samningstímanum fyrir sína félagsmenn s.s. linsu-, sólglerugnatilboð ofl. Vonum að þetta komi sér vel fyrir félagsmenn Laufs.