Nýtt! Sitjandi blak í íþróttahúsi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík á föstudögum klukkan 15:10 fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri.
Frá þjálfara:
Ég heiti Elísa og 23 ára nemandi við Háskólann í Reykjavík og langar að efla og koma með nýjar íþróttir inní samfélagið fyrir einstaklinga með fatlanir.
Sitjandi blak er krefjandi íþrótt sem hentar öllum aldri en mitt aðalverkefni var að miða að yngra fólki, leik & grunnskóla börnum.
Sitjandi blak er vinsælt út um allan heim og er keppt í því meðal annars á paralympics & special olympics. Fyrir neðan er myndband af íþróttinni :)
Ekkert gjald fyrsta mánuðinn, eftir það er gert ráð fyrir 3500 kr á mánuði.
Íþróttaskóli fyrir fötluð börn á leik- og grunnskólaaldri á laugardögum klukkan 11.00-11.50 í íþróttahúsi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík.
Stjórnendur íþróttaskóla ÍFR eru: Einar Hróbjartur Jónsson íþróttakennari og Ágústa Ósk Einars Sandholt íþróttakennari
Ekkert gjald er fyrir íþróttaskólann
Unglingar
Fyrir unglinga með fötlun er ýmislegt í boði hjá ÍFR, til dæmis boccia, lyfingar, sund, bogfimi og borðtennis, sjá æfingatöflu https://ifr.is/aefingartafla/