Nú í mars fer af stað námskeiðið Núvitund fyrir foreldra, sem er samstarfsverkefni Umhyggju og sálfræðinganna Álfheiðar Guðmundsdóttur og Lindu Bjarkar Oddsdóttur. Námskeiðið er ætlað foreldrum langveikra barna í Umhyggju eða aðildarfélögum Umhyggju. Námskeiðið hefst 8. mars og lýkur 3. maí, það er kennt á miðvikudögum kl.20-22 í húsnæði Sálstofunnar, Hlíðarsmára 17.
Námskeiðið er að stærstum hluta niðurgreitt af Samfélagsstyrk Landsbankans og Umhyggju, en skráningargjald er kr.5000 fyrir einstakling og kr.7500 fyrir pör.Nánari upplýsingar eru hér: https://www.umhyggja.is/is/frettir/frettir-allt/skraning-hafin-a-namskeidid-nuvitund-fyrir-foreldra-sem-fer-af-stad-i-mars