Hafið í huga
- Köst eru sjaldnast næg ástæða til að útiloka barnið frá venjubundnu daglegu atferli.
- Mikilvægt er að barninu finnist það ekki vera útilokað eða einangrað frá því sem jafnaldrarnir aðhafast.
- Í flestum tilvikum er eina hjálpin að tryggja öryggi með umhyggju og stuðningi og hughreysta barnið þegar kastið er afstaðið.
- Mikilvægt er að passa sig á að mikla ekki köstin, þótt þau virðist óhugnanleg.
- Munið að börn eru fljót að skynja það sem liggur í loftinu og gera sér grein fyrir þeim áhyggjum sem þau hafa valdið.
- Hægt er að grípa til einfaldra varúðarráðstafana til að draga úr slysahættu en forðast ber víðtakar hömlur.
- Til lengri tíma getur ofverndun skaðað barnið meira en einstaka flogakast.