Fulltrúar frá LAUF verða með fræðslu um flogaveiki í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 11.sept

1. Kl. 15-16,30: Fræðslufundur fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga, sambýla, félagsþjónustu og annarra stofnana og fyrirtækja sem þjónusta íbúa svæðisins.

2. Kl. 16,30-17,30: Opið hús fyrir almenning; fólk með flogaveiki, aðstandendur og allt áhugafólk. Fulltrúar félagsins verða til viðtals.

Lesa meira

Opið hús 2.sept

Á opna húsinu þann 2.sept næstkomandi ætlum við að vera í salnum okkar í Hátúni 10 og Guðrún Ósk Maríasdóttir, næringarfræðingur, ætlar að ræða við okkur um mat, mataræði og mikilvægi góðrar næringar. Kaffiveitingar

kl. 19,30-21

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti

Kv. Stjórnin

Lesa meira

Ráðgjafaviðtöl

Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, hefur aftur hafið störf eftir sumarfrí.

Allir sem eru félagsmenn hjá LAUFinu geta fengið ráðgjafarviðtöl fyrir sig og sína aðstandendur hjá Gunnhildi, sér að kostnaðarlausu.

Hafið samband við skrifstofu LAUF, lauf@vortex.is , eða beint við Gunnhildi, gunnhildur@vinun.is , til að bóka tíma.

ATH! til þess að fá viðtalið ókeypis er nauðsynlegt að vera félagsmaður hjá LAUF.

Lesa meira

Horfur

Horfur eru mismunandi eftir því hverjar orsakir flogaveikinnar eru. Þannig eru horfur mjög góðar við sum heilkenni í börnum en afar slæmar við önnur.
Almennt má segja að um 15% einstaklinga með flogaveiki svari illa lyfjameðferð og hafi því slæmar horfur.
Horfur eru verri ef þekkt skemmd er í heila og eins ef um aðrar þroskatruflanir í heila er að ræða. Um það bil 60% einstaklinga með flogaveiki svara vel lyfjameðferð með einu flogaveikilyfi. Skurðaðgerðir hafa breytt horfum hjá einstaklingum með staðbundin flog og líkur er á að um 60-65% þeirra læknist af flogaveikinni við aðgerð,
þar sem upptökusvæði floganna er fjarlægt. En hafa ber í huga að einungis lítill hluti einstaklinga með flogaveiki er með flogaveiki sem hægt er að beita skurðaðgerð við.
Viss batatilhneiging verður með árunum og venjulega er auðvelt að stilla flog hjá eldri einstaklingum.