Lyfjameðferð
Almennt er reynt að meðhöndla flogaveiki með einu flogalyfi en stundum verður að prófa nokkur lyf áður en besta lyfið finnst. Í sumum tilvikum þarf að meðhöndla flogin með eins háum lyfjaskömmtum og þolast. Oftast er byrjað á litlum skammti af einu lyfi og skammturinn smám saman aukinn. Þegar lyfjameðferð er hætt er lyfjaskammtur smám saman lækkaður og loks hætt við lyfjagjöfina. Val á lyfi ræðst af ástæðu flogaveikinnar. Þannig eru nokkur lyf frekar notuð við staðbundinni flogaveiki en önnur við altækri flogaveiki. Þótt almennt sé reynt að nota aðeins eitt lyf í senn þarf stundum að beita meðferð með tveimur eða fleiri lyfjum til að stilla flogin eins vel og kostur er á.
Ýmis flogaveikilyf
Til eru fjölmörg lyf sem notuð eru við flogaveiki. Ýmist er notast við efnaheiti lyfjanna eða markaðsheiti. Má þar nefna: