Fulltrúar frá LAUF verða með fræðslu um flogaveiki í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 11.sept

1. Kl. 15-16,30: Fræðslufundur fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga, sambýla, félagsþjónustu og annarra stofnana og fyrirtækja sem þjónusta íbúa svæðisins.

2. Kl. 16,30-17,30: Opið hús fyrir almenning; fólk með flogaveiki, aðstandendur og allt áhugafólk. Fulltrúar félagsins verða til viðtals.

Lesa meira

Opið hús 2.sept

Á opna húsinu þann 2.sept næstkomandi ætlum við að vera í salnum okkar í Hátúni 10 og Guðrún Ósk Maríasdóttir, næringarfræðingur, ætlar að ræða við okkur um mat, mataræði og mikilvægi góðrar næringar. Kaffiveitingar

kl. 19,30-21

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti

Kv. Stjórnin

Lesa meira

Ráðgjafaviðtöl

Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, hefur aftur hafið störf eftir sumarfrí.

Allir sem eru félagsmenn hjá LAUFinu geta fengið ráðgjafarviðtöl fyrir sig og sína aðstandendur hjá Gunnhildi, sér að kostnaðarlausu.

Hafið samband við skrifstofu LAUF, lauf@vortex.is , eða beint við Gunnhildi, gunnhildur@vinun.is , til að bóka tíma.

ATH! til þess að fá viðtalið ókeypis er nauðsynlegt að vera félagsmaður hjá LAUF.

Lesa meira

Minningarkort eru fyrir þá sem vilja senda samúðarkveðjur og minnast þannig hinna látnu. Með því að senda minningarkort héðan styrkir fólk um leið starfsemi Laufs.

Til að greiða fyrir kort þarf að millifæra þá upphæð sem fólk kýs að styrkja félagið um inn á reikning Laufs. 

Númer bankareiknings er 0334-26-8237 og kt. Laufs er 610884 0679. Í reitinn skýringu greiðslu skal skrifa minningarkort

ATHUGIÐ!! Vegna kostnaðar við útgáfu og útsendingu minningarkorta er lágmarksupphæð kr.1.500,-


Ef þessi leið hentar þér ekki til að senda minningarkort er hægt að hringja í félagið í síma 551-4570 og gefa nauðsynlegar upplýsingar í síma og annað hvort millifæra á reikning Laufs eða fá sendan gíróseðil.