Fulltrúar frá LAUF verða með fræðslu um flogaveiki í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 11.sept

1. Kl. 15-16,30: Fræðslufundur fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga, sambýla, félagsþjónustu og annarra stofnana og fyrirtækja sem þjónusta íbúa svæðisins.

2. Kl. 16,30-17,30: Opið hús fyrir almenning; fólk með flogaveiki, aðstandendur og allt áhugafólk. Fulltrúar félagsins verða til viðtals.

Lesa meira

Opið hús 2.sept

Á opna húsinu þann 2.sept næstkomandi ætlum við að vera í salnum okkar í Hátúni 10 og Guðrún Ósk Maríasdóttir, næringarfræðingur, ætlar að ræða við okkur um mat, mataræði og mikilvægi góðrar næringar. Kaffiveitingar

kl. 19,30-21

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti

Kv. Stjórnin

Lesa meira

Ráðgjafaviðtöl

Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, hefur aftur hafið störf eftir sumarfrí.

Allir sem eru félagsmenn hjá LAUFinu geta fengið ráðgjafarviðtöl fyrir sig og sína aðstandendur hjá Gunnhildi, sér að kostnaðarlausu.

Hafið samband við skrifstofu LAUF, lauf@vortex.is , eða beint við Gunnhildi, gunnhildur@vinun.is , til að bóka tíma.

ATH! til þess að fá viðtalið ókeypis er nauðsynlegt að vera félagsmaður hjá LAUF.

Lesa meira

Orsakir flogaveiki

Orsök flogaveiki er í grundvallaratriðum sú sama. Í heilanum eru rafboð og við eðlilegar aðstæður
eiga frumur heilans samskipti sín á milli með því að mynda örlitla rafspennu sem þær senda frá sér á mjög lágri tíðni,
truflun á þessum rafboðum veldur flogum. Truflunin getur annað hvort verið vegna rangra efnaboða í heila
eða skemmda í heilafrumum s.s. þær sem koma fram við æxlisvöxt eða þegar heilaæxli er fjarlægt. Stundum getur flog
því verið byrjunareinkenni einhvers sjúkdóms s.s.

í alvarlegum tilvikum byrjun á heilaæxli eða góðkynja arfbundin truflun sem varir stundum bara í ákveðinn tíma og hverfur svo.
Ástæðan gæti líka verið höfuðáverki, áfengisneysla, blýeitrun, galli í þroska heilans fyrir fæðingu, ýmsir sjúkdómar s.s. heilahimnubólga
eða alvarlegt mislingatilfelli. Í mörgum tilfellum eru orsakir óþekktar þá kemur flogaveikin eins og þruma úr heiðskýru lofti án fyrirvara.
Orsakir flogaveiki eru afar margvíslegar og hjá um 40% finnast engar skýringar. Flogaveiki er ekki smitandi.