Orsakir flogaveiki

Orsök flogaveiki er í grundvallaratriðum sú sama. Í heilanum eru rafboð og við eðlilegar aðstæður
eiga frumur heilans samskipti sín á milli með því að mynda örlitla rafspennu sem þær senda frá sér á mjög lágri tíðni,
truflun á þessum rafboðum veldur flogum. Truflunin getur annað hvort verið vegna rangra efnaboða í heila
eða skemmda í heilafrumum s.s. þær sem koma fram við æxlisvöxt eða þegar heilaæxli er fjarlægt. Stundum getur flog
því verið byrjunareinkenni einhvers sjúkdóms s.s.

í alvarlegum tilvikum byrjun á heilaæxli eða góðkynja arfbundin truflun sem varir stundum bara í ákveðinn tíma og hverfur svo.
Ástæðan gæti líka verið höfuðáverki, áfengisneysla, blýeitrun, galli í þroska heilans fyrir fæðingu, ýmsir sjúkdómar s.s. heilahimnubólga
eða alvarlegt mislingatilfelli. Í mörgum tilfellum eru orsakir óþekktar þá kemur flogaveikin eins og þruma úr heiðskýru lofti án fyrirvara.
Orsakir flogaveiki eru afar margvíslegar og hjá um 40% finnast engar skýringar. Flogaveiki er ekki smitandi.