Ráð til kennara
- Læra fyrstu hjálp
- Tryggja góða samvinnu milli foreldra, kennara og sjúkrahúskennara
- Vera vel upplýstur um barnið og flogaveiki þess, lyf og hugsanlegar aukaverkanir
- Uppfræða bekkjarfélaga og alla sem koma að barninu innan skólans um flogaveiki og fyrstu hjálp
- Hafa skýr skilaboð milli nemanda og kennara og hafa tryggingu fyrir því að þau berist til foreldra s.s. með bréfi, samskiptabók eða sjá um að barnið hafi tengilið í skólanum
- Stuðla að sambandi við bekkjarfélaga meðan barnið dvelur á sjúkrahúsi eins og aðstæður leyfa
- Upplýsa barnið um allar félagslegar uppákomur í skólanum
- Stuðla að því að barnið fái að lifa sem eðlilegustu lífi með þeim boðum og bönnum sem því fylgir
- Hafa aðstöðu í skólanum þar sem barnið getur jafnað sig eftir flog. Hafa teppi, dýnu og þvottapoka til taks. Það er ekki þörf á því að senda þau heim í hvert sinn sem þau fá flog í skólanum.