Fulltrúar frá LAUF verða með fræðslu um flogaveiki í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 11.sept

1. Kl. 15-16,30: Fræðslufundur fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga, sambýla, félagsþjónustu og annarra stofnana og fyrirtækja sem þjónusta íbúa svæðisins.

2. Kl. 16,30-17,30: Opið hús fyrir almenning; fólk með flogaveiki, aðstandendur og allt áhugafólk. Fulltrúar félagsins verða til viðtals.

Lesa meira

Opið hús 2.sept

Á opna húsinu þann 2.sept næstkomandi ætlum við að vera í salnum okkar í Hátúni 10 og Guðrún Ósk Maríasdóttir, næringarfræðingur, ætlar að ræða við okkur um mat, mataræði og mikilvægi góðrar næringar. Kaffiveitingar

kl. 19,30-21

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti

Kv. Stjórnin

Lesa meira

Ráðgjafaviðtöl

Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, hefur aftur hafið störf eftir sumarfrí.

Allir sem eru félagsmenn hjá LAUFinu geta fengið ráðgjafarviðtöl fyrir sig og sína aðstandendur hjá Gunnhildi, sér að kostnaðarlausu.

Hafið samband við skrifstofu LAUF, lauf@vortex.is , eða beint við Gunnhildi, gunnhildur@vinun.is , til að bóka tíma.

ATH! til þess að fá viðtalið ókeypis er nauðsynlegt að vera félagsmaður hjá LAUF.

Lesa meira

Skurðaðgerðir

Stundum er hægt að rekja orsakir floga til mjög sérhæfðra vandamála í afmörkuðum hluta eða hlutum heilans. Þær geta verið tilkomnar vegna áverka á heila t.d. í fæðingu eða síðar á ævinni, eða vegna sýkinga í heilanum. Einnig er hugsanlegt að heilinn hafi ekki náð að þroskast nægjanlega eða að það séu ör á honum, aðrar breytingar eða fæðingarblettir. Með skurðaðgerð eru, í mjög stuttu máli, þessar breytingar eða þessir skemmdu hlutar heilans fjarlægðir. Heilaskurðaðgerðir eru því einungis mögulegar fyrir mjög afmarkaðan minnihluta hóp. Yfir 70% þeirra sem gengist hafa undir skurðaðgerð hafa losnað algjörlega við flog. Til að ákvarða hvort slíkar heilaskurðaðgerðir séu mögulegar þarf að taka mið af ýmsum þáttum og ítarlegar rannsóknir liggja að baki hverri ákvörðun. Heilaskurðaðgerðir við flogaveiki hafa tekið miklum framförum og þegar hafa tugir íslendinga fengið góða lækningu með aðgerð af þessu tagi.

Almenna viðmiðunarreglan er sú að íhuga má skurðaðgerð ef:

  • Engir aðrir undirliggjandi sjúkdómar eru til staðar.
  • Ekki hefur tekist með lyfjameðferð að hafa stjórn á flogum.
  • Flogin eru með staðbundin upptök.
  • Hæfni einstaklingsins til að lifa eðlilegu lífi skerðist ekki við að fjarlægja þann hluta heilans sem flogin eiga upptök sín í.
  • Aðgengilegt er að komast að þeim hluta heilans sem flogin eiga upptök sín í með skurðaðgerð og að hægt sé að fjarlægja hann án þess að það valdi frekari skaða á öðrum nauðsynlegum heilastöðvum.
  • Það svæði heilans sem þarf að fjarlægja sé ekki nálægt þeim hlutum heilans þar sem mál-, sjón-, hreyfi- og heyrnarsvæði eru.
  • Möguleikarnir á að losna við flogin eftir heilaskurðaðgerð eru mjög miklir.

Til að meta ofangreinda þætti þarf að gangast undir ítarlegar rannsóknir s.s. heilarit (EEG), segulómskoðun og taugasálfræðilegt próf. Niðurstöður þessara prófa eru mjög mikilvægar til að ákvarða hvort skurðaðgerð sé möguleg. Til frekari upplýsinga skalt þú ræða við lækni þinn.