Stuðningsnet sjúklingafélaganna

Lauf - félag flogaveikra er aðili að Stuðningsnetinu sem byggir á faglegum ferlum við jafningjastuðning við sjúklinga og aðstandendur þeirra 

Jafningjastuðningur

  • Hefur þú þörf fyrir að tala við aðra sem hafa verið í sömu aðstæðum? 

  • Veltir þú fyrir þér hvernig aðrir hafa tekist á við að greinast með sjúkdóm?

  • Ertu hugsi yfir því hvaða áhrif sjúkdómurinn muni hafa á daglegt líf þitt eða fjölskyldu þinnar?

Faglegt og gæðastýrt ferli við jafningjastuðning

Skjólstæðingur leitar til Stuðningsnetsins gegnum www.studningsnet.is

Fagmenntaðir umsjónaraðilar velja skjólstæðingi stuðningsfulltrúa við hæfi að undangengnu viðtali og mati.

Stuðningurinn getur farið fram í síma, tölvupósti eða augliti til auglitis, samkvæmt samkomulagi skjólstæðings og stuðningsfulltrúa.

Umsjónaraðilar afla endurgjafar um hvernig til tókst hjá bæði skjólstæðingi og stuðningsfulltrúa og grípa til viðeigandi ráðstafana ef frávik koma upp.

Aðildarfélög Stuðningsnetsins óska eftir sjálfboðaliðum sem vilja gerast stuðningsfulltrúar. Ef þú vilt gerast stuðningsaðili þá getur þú haft samband við lauf@vortex.is eða skráð þig á www.studningsnet.is.

Verðandi stuðningsfulltrúi fer gegnum ítarlegt viðtal til að ganga úr skugga um hvort viðkomandi hefur unnið úr eigin málum og er í stakk búinn að aðstoða aðra.

Stuðningsfulltrúar sitja 2 x 4 klukkustunda námskeið í jafningjastuðningi sem byggir á þrautreyndri fyrirmynd frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Stuðningsfulltrúar hljóta viðeigandi símenntun með reglulegu millibili.