Fulltrúar frá LAUF verða með fræðslu um flogaveiki í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 11.sept

1. Kl. 15-16,30: Fræðslufundur fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga, sambýla, félagsþjónustu og annarra stofnana og fyrirtækja sem þjónusta íbúa svæðisins.

2. Kl. 16,30-17,30: Opið hús fyrir almenning; fólk með flogaveiki, aðstandendur og allt áhugafólk. Fulltrúar félagsins verða til viðtals.

Lesa meira

Opið hús 2.sept

Á opna húsinu þann 2.sept næstkomandi ætlum við að vera í salnum okkar í Hátúni 10 og Guðrún Ósk Maríasdóttir, næringarfræðingur, ætlar að ræða við okkur um mat, mataræði og mikilvægi góðrar næringar. Kaffiveitingar

kl. 19,30-21

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti

Kv. Stjórnin

Lesa meira

Ráðgjafaviðtöl

Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, hefur aftur hafið störf eftir sumarfrí.

Allir sem eru félagsmenn hjá LAUFinu geta fengið ráðgjafarviðtöl fyrir sig og sína aðstandendur hjá Gunnhildi, sér að kostnaðarlausu.

Hafið samband við skrifstofu LAUF, lauf@vortex.is , eða beint við Gunnhildi, gunnhildur@vinun.is , til að bóka tíma.

ATH! til þess að fá viðtalið ókeypis er nauðsynlegt að vera félagsmaður hjá LAUF.

Lesa meira

Sundlaugaverkefnið

Eitt af þeim verkefnum sem LAUF-félag flogaveikra hefur unnið að miðar að því að auka öryggi flogaveikra í sundi. Verkefnið heitir “VIÐ VILJUM SJÁST”. Útbúinn hefur verið fræðslubæklingur um flogaveiki og vatn, þar sem farið er yfir helstu hættur og hvernig sé best að tryggja öryggi flogaveikra í vatni. Einnig hafa verið gerð armbönd sem eru áberandi og sjást vel í vatni. Hugsunin er að flogaveikir hafi armbandið á sér til að auðvelda eftirlitsaðilum í sundlaugum að fylgjast með þeim og tryggja öryggi þeirra.

Þetta verkefni var fyrst sett í gang fyrir nokkrum árum, og höfum við síðan annað slagið sent nýjar birgðir af armböndum og bæklingum til sundlauga. Vonumst við til að veggspjaldið sé hengt upp á áberandi stað og bæklingarnir látnir standa vel sýnilegir. Armböndin skal svo geyma í afgreiðslu svo þeir sem á þurfa að halda geti beðið um þau um leið og þeir borga sig inn. Langoftast er afgreiðslufólk og sundlaugaverðir hjálplegt og jákvætt. Þó hefur það komið fyrir að fólkið okkar hefur fengið neikvæð viðbrögð, en það er þá oftast á misskilningi byggt. Endilega látið okkur vita í netfangið lauf@vortex.is ef þið verðið fyrir óþægindum, svo hægt sé að leiðrétta misskilninginn.