Fulltrúar frá LAUF verða með fræðslu um flogaveiki í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 11.sept

1. Kl. 15-16,30: Fræðslufundur fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga, sambýla, félagsþjónustu og annarra stofnana og fyrirtækja sem þjónusta íbúa svæðisins.

2. Kl. 16,30-17,30: Opið hús fyrir almenning; fólk með flogaveiki, aðstandendur og allt áhugafólk. Fulltrúar félagsins verða til viðtals.

Lesa meira

Opið hús 2.sept

Á opna húsinu þann 2.sept næstkomandi ætlum við að vera í salnum okkar í Hátúni 10 og Guðrún Ósk Maríasdóttir, næringarfræðingur, ætlar að ræða við okkur um mat, mataræði og mikilvægi góðrar næringar. Kaffiveitingar

kl. 19,30-21

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti

Kv. Stjórnin

Lesa meira

Ráðgjafaviðtöl

Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, hefur aftur hafið störf eftir sumarfrí.

Allir sem eru félagsmenn hjá LAUFinu geta fengið ráðgjafarviðtöl fyrir sig og sína aðstandendur hjá Gunnhildi, sér að kostnaðarlausu.

Hafið samband við skrifstofu LAUF, lauf@vortex.is , eða beint við Gunnhildi, gunnhildur@vinun.is , til að bóka tíma.

ATH! til þess að fá viðtalið ókeypis er nauðsynlegt að vera félagsmaður hjá LAUF.

Lesa meira

Um flogaveiki

Á Íslandi er áætlað að fjórir til tíu af hverjum 1000 sé með flogaveiki. Samkvæmt því ættu að vera 1320 -3300 Íslendingar með flogaveiki.
Hér áður og fyrr þegar lítill skilningur var á af hverju sumir fengu flog urðu einstaklingar með flogaveiki oft fyrir barðinu á fordómum.
Sem betur fer er þekking fólks að aukast og fordómar að sama skapi að minnka. Samt sem áður rekumst við oft á einstaklinga sem orðið hafa fyrir barðinu á fordómum sem rekja má til þekkingarleysis. Slíkt er mjög sorglegt því í dag er í flestum tilvikum hægt að hafa stjórn á flogum með réttri lyfjameðferð. Sannarlega getur líf með flogaveiki falið í sér ýmis vandamál en flestir sem eru með flogaveiki geta lifað innihaldsríku og heilbrigðu lífi.