Fulltrúar frá LAUF verða með fræðslu um flogaveiki í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 11.sept

1. Kl. 15-16,30: Fræðslufundur fyrir starfsfólk skóla, leikskóla, frístundaheimila, íþróttafélaga, sambýla, félagsþjónustu og annarra stofnana og fyrirtækja sem þjónusta íbúa svæðisins.

2. Kl. 16,30-17,30: Opið hús fyrir almenning; fólk með flogaveiki, aðstandendur og allt áhugafólk. Fulltrúar félagsins verða til viðtals.

Lesa meira

Opið hús 2.sept

Á opna húsinu þann 2.sept næstkomandi ætlum við að vera í salnum okkar í Hátúni 10 og Guðrún Ósk Maríasdóttir, næringarfræðingur, ætlar að ræða við okkur um mat, mataræði og mikilvægi góðrar næringar. Kaffiveitingar

kl. 19,30-21

Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti

Kv. Stjórnin

Lesa meira

Ráðgjafaviðtöl

Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, hefur aftur hafið störf eftir sumarfrí.

Allir sem eru félagsmenn hjá LAUFinu geta fengið ráðgjafarviðtöl fyrir sig og sína aðstandendur hjá Gunnhildi, sér að kostnaðarlausu.

Hafið samband við skrifstofu LAUF, lauf@vortex.is , eða beint við Gunnhildi, gunnhildur@vinun.is , til að bóka tíma.

ATH! til þess að fá viðtalið ókeypis er nauðsynlegt að vera félagsmaður hjá LAUF.

Lesa meira

Um samtökin

Lauf - Félag flogaveikra, var stofnað í mars árið 1984. Í samtökunum er fólk með flogaveiki, fjölskyldur þeirra, vinir, heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem hafa áhuga á málefnum fólks með flogaveiki.

Markmið félagsins eru að;

 • Standa vörð um hagsmuni fólks með flogaveiki.
 • Annast fræðslu um flogaveiki og málefni fólks með flogaveiki.
 • Bæta félagslega aðstöðu og auka lífsgæði fólks með flogaveiki.
 • Auka skilning almennings á flogaveiki til að minnka hræðslu og eyða fordómum.
 • Fólk viti hvað flogaveiki er, hvernig á að, bregðast við henni og hvað beri að varast.
Aðsetur samtakanna

Skrifstofa LAUFS er að,
Hátúni 10, jarðhæð.
Sími: 551 4570.
kt: 610884 0679
Styrktarreikningur: 0334 26 8237
Netfang: lauf@vortex.is

Allir þeir sem vilja afla sér fræðslu um flogaveiki geta haft samband við skrifstofuna en þar er hægt að fá margskonar upplýsingar.
Skrifstofa Lauf er opin mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9:00 til kl. 15:00.

Starfsfólk:
 • Fríða Bragadóttir framkvæmdastjóri
Stjórn félagsins skipa:
 • Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður
 • Guðrún Ósk Maríasdóttir
 • Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir
 • Halldóra Alexandersdóttir
 • Dagrún Mjöll Ágústsdóttir
 • Varamenn: Guðsteinn Bjarnason, Rúna Baldvinsdóttir, Halldór Jónasson

Alþjóðlegt samstarf

Lauf tekur þátt í starfi samtaka flogaveikra á Norðurlöndum.