Skip to main content

Viltu fá fjölskylduráðgjöf eða ráðgjöf um réttindamál?

Skráðu þig hér fyrir neðan og Gunnhildur ráðgjafi hefur samband

Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, veitir félagsmönnum LAUF og fjölskyldum þeirra ráðgjafar- og stuðningsviðtöl. Þessi góða þjónusta kostar ekkert og hvetjum við fólkið okkar til að nýta sér hana.

Hér eru lýsing frá Gunnhildi sjálfri á því hvað það er sem hún getur aðstoðað fólk með:

Ég tók nýlega til starfa sem fjölskyldufræðingur í hlutastarfi fyrir Lauf – félag flogaveikra.

Til að gefa innsýn inn í starf mitt hef ég tekið saman nokkra punkta við hvaða þætti ég get m.a. aðstoða við.

  • Ýmis réttindamál.
  •  Koma á stuðningsþjónustu eftir því sem við á.
  •  Hjálpa til við að lágmarka streituvaldandi þætti í daglegu lífi.
  •  Veita persónulegan stuðning til að leysa úr málum er hafa með vellíðan og daglega virkni að gera.
  •  Bjóða upp á samtal við fjölskylduna, hjón, pör og/eða einstaklinga.
  •  Kenna aðferðir og leiðir til að takast á við kvíða, streitu, þreytu og svefn vandamál.

Álag getur ýtt undir einkenni sjúkdóma og því mikilvægt að lágmarka streitu valdandi þætti. Hér get ég komið inn í og skoðað með viðkomandi hvað má fara betur.

Reynsla mín er að þegar einstaklingur eða einhver innan fjölskyldunnar greinist með sjúkdóm hefur það áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Þá getur reynst vel að koma í viðtal, opna fyrir samtalið á milli sín og annarra fjölskyldumeðlima og eða bara á milli sín og ráðgjafa. Samtal getur veitt skýrari mynd af stöðunni fyrir alla og hvernig best er að mæta aðstæðum, styrkja tengsl og ekki sýst hvernig styrkja má sína eigin sjálfsmynd.

Samtal er til alls fyrst og við mig má hafa samband beint á netfangið gunnhildur@vinun.is eða í netfang félagsins lauf@vortex.is .

Fræðsluefni frá Gunnhildi má finna hér

Skráning til Gunnhildar ráðgjafar

Skráning til Gunnhildar ráðgjafar