Aðstandendafundur

Ég vil minna á aðstandendastuðninginn á morgun miðvikudaginn 20.mars kl.17.00 – 18.00.

Að vera maki og eða annar aðstandandi ástvinar í langvarandi veikindum getur verið flókin staða. Á fundinum tökumst við á, við allar þær áleitnu spurningar sem upp koma og finnum leið til að vera styðjandi.

Ég mun fara yfir leiðir hvernig maður getur hlúð að sjálfum sér á uppbyggilegan hátt og þeim hlutverkum sem gera okkur að manneskjum.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest.

Gunnhildur fjölskyldufræðingur. 

Minnum á að aðstandendafundirnir eru á sama tíma hálfsmánaðarlega.

Lesa meira

Minnum á opna húsið 4.mars næstkomandi, kl.19,30-21.

Gunnhildur ráðgjafi talar við okkur um mikilvægi öndunar og áhrif hennar á taugakerfið og meltinguna og gefur góð ráð um hvernig má efla rétta öndun.

Lesa meira

Barna- og ungmennaþing

Málefnahópur ÖBÍ um málefni barna stendur fyrir ungmennaþingi ÖBÍ. Þingið verður haldið laugardaginn 9. mars á Grand Hótel milli klukkan 13 og 16.

Markmið þingsins er að veita ungu fólki á aldrinum 12-18 ára tækifæri til að segja sína skoðun á málefnum sem snerta þau í daglegu lífi.

Við leitum að ungu fólki með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma, systkinum þeirra og ungmennum sem eiga fatlaða/langveika foreldra til að taka þátt í ungmennaþinginu.

Sjá nánar hér: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/hvad-finnst-ther?fbclid=IwAR26eT4V-rdeVjV6LoMHEyGryz8BDQJMNR7TvHxxKE_AOXvBlSUyLmkslqw

Lesa meira