Skrifstofa LAUF flytur í nýtt húsnæði næstkomandi mánaðamót.
Nýja skrifstofan okkar verður í Sigtúni 42, 105 Reykjavík, húsi ÖBÍ.
Þar verðum við í sambýli við ÖBÍ og um 20 önnur félög og samtök, bæði aðildarfélög ÖBÍ og önnur, en öll starfa þau að svipuðum málefnum.
Af þessum sökum höfum við lokað næstu tvær vikur, opnum aftur mánudaginn 13.febrúar.
Opnunartíminn verður óbreyttur, mánudaga og miðvikudaga
kl 9-15
Lesa meira

Opið hús í janúar verður haldið mánudaginn 9.janúar, kl 19,30-21 í húsnæði félagsins að Hátúni 10.

Að þessu sinni verður fundurinn sérstaklega ætlaður foreldrum barna með flogaveiki.

Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður félagsins og móðir ungrar konu sem hefur verið með flogaveiki alla ævi, mun opna fundinn með stuttum pistli um sína reynslu, síðan verða umræður.

Einnig mætir á fundinn Gunnhildur Axelsdóttir, fjölskylduráðgjafi, og mun svara spurningum er varða réttindamál.

Lesa meira