Jólafrí!

Eftir daginn í dag fer skrifstofa LAUF í jólafrí. Næsta opnun verður mánudaginn 6.janúar 2020.
Á meðan má lesa skilaboð inn á símsvarann: 551-4570, senda okkur tölvupóst í netfangið: lauf@vortex.is, nú eða skrifa skilaboð á facebook-síðuna okkar.
Skilaboðin verða athuguð annað slagið á meðan á fríinu stendur.

Við hjá LAUF sendum ykkur öllum bestu óskir um gleði á jólum og velgengni á nýju ári og þökkum fyrir samstarf og samveru á liðnum árum.

Lesa meira

Opið hús

minnum á hið mánaðarlega opna hús, mánudaginn 2.desember kl.19,30-21 í húsnæði félagsins að Hátúni 10 - kaffi og smákökur

Lesa meira

Jóla-piparköku-gleði

Piparkökuskreytingar

Laugardaginn 7. desember kl.14-16 ætlum við að hittast í húsnæði Lauf, Hátúni 10, jarðhæð í sal sem heitir Setrið og skreyta saman piparkökur og piparkökuhús. Öll fjölskyldan er velkomin í þessa gæðastund.

Lauf útvegar piparkökuhús, piparkökur, glassúr og nammiskraut fyrir alla svo það er best að skrá sig með því að senda nafn og fjölda gesta á lauf@vortex.is

Ef þú átt sprautur eða pensla fyrir glassúrinn er gott að koma með það en eitthvað verður á staðnum sem hægt er að skiptast á að nota. Sömuleiðis er gott að koma með bakka sem þú vilt hafa piparkökuhúsið á og annan til að taka með heim skreyttar piparkökur 😊

Smákökur og heitt kakó verður á boðstólum, bæði vegan og hefðbundið.

Lesa meira

Fræðsla um flogaveiki skólabarna

25. nóv. 2019, kl.14:30-16:00, húsnæði Lauf Hátúni 10, jarðhæð

Fræðsla um flogaveiki skólabarna fyrir skóla-hjúkrunarfræðinga, kennara, leikskólakennara og allt starfsfólk í grunn- og leikskólum.

Efni:

Sjúkdómurinn
Markmið meðferðar
Þarfir barna með

flogaveiki

Stuðningur
Viðbrögð við flogum

Skráning: https://doodle.com/poll/w4z2nsgf3kdqu69w

fræðslan er á vegum hjúkrunarfræðinga taugateymis barnaspítala Hringsins og LAUF

Lesa meira