Við bjóðum velkomna til starfa Gunnhildi Heiðu Axelsdóttur, fjölskyldufræðing, sem mun sinna fjölskylduviðtölum og ráðgjöf varðandi réttindamál. Tímapantanir í s. 551-4570 eða á netfanginu lauf@vortex.is

við hvetjum okkar fólk til að notfæra sér þessa þjónustu

Lesa meira

Vorferð

laugardag 26.maí

Okkar árlega og vinsæla vorferð verður að þessu sinni farin laugardaginn 26.maí - og aftur í samvinnu við Samtök sykursjúkra. Farið verður á Hvolsvöll og hið nýja Lava Centre skoðað og þar munum við einnig borða saman. Einhver stopp verða á leið austur og á heimleiðinni.
Nánar auglýst síðar.
Takið daginn frá.

Lesa meira

1.maí kröfuganga

ákall frá ÖBÍ

1. MAÍ -TAKTU DAGINN FRÁ
OG VERTU SÝNILEG/UR MEÐ OKKUR

Við stöndum í erfiðri kjarabaráttu rétt eins og launafólk almennt.

1. maí er okkar dagur eins og annarra, gleymum því ekki.


Þið öll, fatlað fólk, öryrkjar, fjölskyldur og vinir,

komið með í kröfugöngu eða verið með okkur

á Lækjartorgi 1. maí.

Það skiptir miklu máli að við verðum öll mjög sýnileg í kröfugöngu 1. maí.

Kjaramálin hljóta að vera áherslumál okkar allra

og í dag er okkar helsta baráttumál að skerðingarnar verði afnumdar

um það verður kröfuganga ÖBÍ í ár.

Ekki nægir að vera óánægður heima hjá sér, við verðum að sýna hve miklu máli þetta skiptir. Þess vegna er það mjög mikilvægt þið ljáið baráttuna krafta ykkar og verið með í henni.

Afnám skerðinga er aðeins varða á leiðinni til meiri kjarabóta.

Við erum að leggja áherslu á ímynd og ásýnd örorkulífeyrisþega, fatlaðs fólks,

sem almennra þátttakenda í samfélaginu.

Félagsmenn, jafnt sem fjölskylda og vinir. Allir velkomnir.
Stóra málið er að ná góðum hópi saman, að við verðum vel sýnileg og að okkar rödd heyrist hátt og vel.
Endilega skráðu þig núna á netfangið 1mai@obi.is
sendu inn nafn, síma og netfang

Þegar nær dregur fá þátttakendur, afhenta regnslá, en allir sem taka þátt í göngu og samstöðu á Lækjartorgi fá regnslá til að vera í þennan dag, þannig verðum við enn meira áberandi. Og það er það sem málið snýst um núna!

Verum stolt og verum sýnileg 1. maí.
Tökum pláss í samfélaginu!

SJÁUMSTJ

Þuríður Harpa Sigurðardóttir

Formaður Öryrkjabandalags Íslands

Lesa meira

Aðalfundur LAUF

haldinn mánudaginn 23.apríl kl 18

Aðalfundur LAUF

Aðalfundur LAUF verður haldinn mánudaginn 23.apríl kl.18 í fundarsal félagsins að Hátúni 10, jarðhæð.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Félagsmenn fjölmennið!

Stjórnin 

Lesa meira