Frá Sorgarmiðstöð

Frá Sorgarmiðstöð:
Góðan dag
Við hjá Sorgarmiðstöð viljum upplýsa ykkur um hópastörfin sem eru í boði hjá okkur og langaði okkur að vekja sérstaka athygli á því að nú er boðið upp á tvískipt stuðningshópastarf fyrir þau sem hafa misst barn sitt og er áætlað að næsta hópastarf hefjist í mars.
Við erum með:
stuðningshópastarf fyrir foreldra sem hafa misst barn sitt skyndilega
stuðningshópastarf fyrir foreldra sem hafa misst barn sitt úr langvarandi veikindum
Upplýsingar og skráning í stuðninghópastarf fyrir þau sem hafa misst barn sitt má finna hér: https://sorgarmidstod.is/hopar/barnamissir/
Hópstjórar hafa svo samband símleiðis við alla sem hafa skráð sig til að veita nánari upplýsingar og raða fólki niður í tvo hópa eftir missi.
Einnig er hægt að lesa sig til um og fá nánari upplýsingar um stuðningshópastörf Sorgarmiðstöðvar hér: https://sorgarmidstod.is/hopastarf/
Vonum svo innilega að þetta nýtist vel ykkar skjólstæðingum”
Lesa meira

Ráðgjöf hjá LAUF

Fjölskylduráðgjöf hjá LAUF

Gunnhildur H. Axelsdóttir veitir félagsmönnum LAUF og aðstandendum þeirra ráðgjöf og meðferð. Gunnhildur er Fjölskyldumeðferðarfræðingur. Í grunninn er hún með Uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á þroskaþjálfun og Fötlunarfræði frá H.Í. Hún hefur sérhæft sig í réttindamálum fólks með fötlun og langvarandi sjúkdóma og áhrifum sjúkdóma á líf fólks. Hún hefur einnig verið með námskeið á vegum félagsins, þar sem hún kennir aðferðir í dáleiðslu, hugleiðslu, yoga, öndun og heilun.

Það hefur sýnt sig að mikil þörf er á þessari þjónustu. Til Gunnhildar leitar fólk með ýmis mál sem það þarf aðstoð með, allt frá því að fá almennar upplýsingar, stuðning með réttindamál og eða aðstoð vegna samskiptamála, hvort sem þau tengjast fjölskyldu, maka eða vinnu.

Flogaveiki er sjúkdómur sem hefur mismikil áhrif á líf fólks, sumir glíma við kvíða, óöryggi og jafnvel depurð vegna þeirra hamla sem þeir upplifa að sjúkdómurinn setji þeim. Reynslan sýnir að oft eru þessir þættir meira huglægir og nokkuð sem hægt er að takast á við með réttri aðstoð.

Hömlur sem fólk setur sér vegna flogaveikinnar geta sett allt daglegt líf úr skorðum og það hefur líka áhrif á þeirra nánustu. Allar hömlur skerða lífsgæði og gera lítið annað en að ýta undir sjúkdómseinkenni og depurð. Það er því mikilvægt að standa upp fyrir sjálfum sér og tækla viðkomandi ferðafélaga sem flogaveikin er.

Þeir félagsmenn sem nýtt hafa sér aðstoð Gunnhildar eru mjög ánægðir.

Öll viðtöl og aðstoð Gunnhildar er félagsmönnum og aðstandendum að kostnaðarlausu.

Hægt er að panta tíma með tölvupósti í netföngin: gunnhildur@vinun.is eða lauf@vortex.is eða með því að fylla út form á heimasíðunni www.lauf.is

Lesa meira

Opið hús

Nú ætlum við að byrja aftur með opnu húsin, trúum og treystum því að covid sé á undanhaldi
Fyrsta opna húsið eftir þessa lokun verður haldið í Hátúninu mánudaginn 1.mars kl 19,30-21
Spjöllum og deilum reynslu, allir velkomnir!
Lesa meira