Notendaráð um málefni fatlaðs fólk er lögbundin skylda að starfrækja í öllum sveitarfélögum. Hafa nokkur sveitarfélög nú þegar góða reynslu af notendaráðum sem skilar sér í vandaðri ákvörðunum og árangursríkari nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa áfyrir alla.
Tilnefningar í þessi ráð fara í gegnum ÖBÍ og erum við aðildarfélögin beðin að tilnefna fólk.

Ef þú ert félagsmaður í LAUF og hefur áhuga á að taka þátt í svona starfi í þínu sveitarfélagi, sendu okkur þá tölvupóst í lauf@vortex.is

Lesa meira

Opið hús í ágúst

Opna húsið fyrir ágúst verður næsta mánudag, 8.ágúst
Sami tími og venjulega, 19,30-21.
Við erum enn á sumartíma, og því verður ekkert á dagskrá, en kaffi, gos, nammi og spjall.
Við auglýsum svo fljótlega hvað við verðum með á dagskrá á september fundinum.
Lesa meira

Sumarlokun skrifstofu

Nú förum við í sumarfrí, og opnum næst miðvikudaginn 3.ágúst.

Á meðan við erum í fríi er hægt að lesa skilaboð inn á símsvarann (551-4570) eða senda okkur tölvupóst: lauf@vortex.is

Póstar og skilaboð verða skoðuð með nokkurra daga millibili.

Njótið sumarsins, sjáumst hress í ágúst.

Lesa meira