LAUF hefur skipulagt göngunámskeið þar sem við munum hittast og ganga saman og í leiðinni fá fróðleik um náttúru og umhverfi. Námskeiðið verður alla þriðjudaga í maí kl. 17.
Umsjón með námskeiðinu hafa Einar Skúlason og Guðný Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Næsta ganga verður þriðjudaginn 11.maí

Mæting kl.16,55 við Reynisvatn í Grafarholti.

Þriðjudagsgangan er að þessu sinni við Reynisvatn í Grafarholti og um hina fallegu Reynisvatnsheiði. Þar leynast margir kræklóttir og ævintýralegir stígar á milli birkis sem er að vakna og hinna sígrænu grenitrjáa. Vegalengd er ca 5 km og hækkun samtals liðlega 100 m. Gera má ráð fyrir 90-120 mín göngu með stoppum. Gott að taka vökva á brúsa og nasl (td. hnetur, rúsínur, súkkulaði)
Við hittumst á bílastæði við Reynisvatnið. Farið inn á Google maps og leitið að Reynisvatni og finnið þannig leiðina á staðinn.
Mæting er kl. 16,55 og við göngum af stað upp úr kl. 17. Allir velkomnir. Síðasta þriðjudag fengum við mjög gott veður og veðurspáin lítur einnig vel út núna.
Lesa meira

LAUF hefur skipulagt göngunámskeið þar sem við munum hittast og ganga saman og í leiðinni fá fróðleik um náttúru og umhverfi. Námskeiðið verður alla þriðjudaga í maí kl. 17.
Umsjón með námskeiðinu hafa Einar Skúlason og Guðný Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Fyrsta gangan verður þriðjudaginn 4.maí.


Gengið verður meðfram Rauðavatni og inn á Hólmsheiði. Þessi fyrsta ganga verður eins konar mælikvarði á hópinn, þá sjáum við betur hvernig við getum hagað næstu göngum og áttum okkur á þörfum hópsins. Við reynum að halda jöfnum hraða og stoppa öðru hvoru og jafnvel benda á athyglisverða staði í umhverfinu. Á þessum tíma er gaman að vera vakandi fyrir merkjum um sumarið bæði í gróðri og meðal fuglanna.
Mæting er á bílastæðið framan við prentsmiðju Morgunblaðsins í Hádegismóum. Gott er að vera komin kl. 16:55 svo að við séum tilbúin til brottfarar kl. 17.
Vegalengd:
4-7 km
uppsöfnuð hækkun á bilinu 30-100 m.
Aðstæður og útbúnaður:
Við munum fylgja stígum alla leið og yfirleitt eru þeir í góðu lagi, en á þessum tíma á vorin getur þó alltaf verið bleyta og drulla á stöku stað. Það er hægt að vera í gönguskóm, utanvegahlaupaskóm og hlaupaskóm. Ekki er mælt með því að vera á sléttbotna strigaskóm.
Fylgist með veðurspá á undan og verið klædd samkvæmt því. Gott er að vera með vatnsbrúsa og fá sér sopa öðru hvoru og hnetur, þurrkaða ávexti eða smávegis súkkulaði til að stinga upp í sig ef blóðsykurinn fer að lækka. Göngustafir eru valkvæðir.
Lesa meira
SÍBS stendur nú í fyrsta skipti fyrir sex vikna “fjar”- Göngunámskeiði í gegnum lokaðan hóp á Facebook. Námskeiðið er opið öllum og kostar einungis 3500 kr. Þátttaka felur í sér áskorun um að stunda rösklega hreyfingu daglega og byggja þannig upp þrek og þol og læra sitt hvað um útivist í leiðinni.
Um námskeið
Áherslur á námskeiðinu miðast við þá sem vilja fræðslu og stuðning við að koma sér af stað í reglulega hreyfingu. Námskeiðið hentar einnig þeim sem stefna á léttar fjallgöngur eða Hlaupanámskeið SÍBS.
Aðalþjálfari á námskeiðinu er Einar Skúlason sem hefur mikla reynslu af gönguþjálfun á ýmsum vettvangi.
Um kosti fjarnámskeiða
SÍBS stóð nýverið fyrir samskonar "fjar" hlaupanámskeiði og höfðu þátttakendur m.a. eftirfarandi um kosti þess að segja:
• "Ég upplifði mikinn stuðning og aðhald og það var frábært að hafa hóp sem veitir aðhald og peppar mann áfram."
• "Svona fjarnámskeið er frábært fyrir þá sem búa úti á landi."
• "Ég gat horft og fundið upplýsingar þegar það passaði mér."
• "Ótvíræðir kostir Facebook námskeiðs er að maður er ekki bundinn öðrum og þarf ekki að mæta á einhversstaðar á tilteknum tímum sem er það sem ég hef leitað að lengi."
Þess ber að geta að 93% þeirra þátttakenda sem svörðu mati að loknu námskeiði fundu fyrir mjög jákvæðum áhrifum á bæði líkamlega og sálræna líðan.
Lesa meira