Næstu fundir fyrir aðstandendur verða haldnir miðvikudagana 15.maí og 29.maí kl.17

Langvarandi sjúkdómar hafa áhrif á alla í fjölskyldunni
Sjúkdómar og hamlandi eiginleikar sem fylgja geta valdið streitu, vanmátt og þunglyndi, ekki bara hjá þeim sem glímir við afleiðingar langvarandi sjúkdóms, heldur einnig hjá fjölskyldumeðlimum. Það er svo margt sem breytist þegar foreldri og eða maki hættir á besta aldri að geta verið eins virkur og hann var áður.
Það getur reynt á allan tilfinningaskalann og sveiflað aðstandendum frá pirringi til vanmáttar, samkenndar og samviskubits.
Möguleikar og draumar um hvað átti að byggja upp saman, njóta, ferðast geta fjarað út eða þannig upplifa margir aðstandendur stöðuna. Tilfinningin fyrir uppgjöf getur ef ekki er að gáð, ýtt undir einangrun og einmannaleika sem er engum til gagns.
Í dag hefur verið sýnt fram á að langvarandi vanmáttur og streita ýta undir sjúkdóma, því er mikilvægt að opna fyrir samtalið og skoða hlutina í víðu samhengi. Fá upplýsingar um þann stuðning sem í boði er og hvað aðrir hafa tileinkað sér í svipaðri stöðu
Aðstandenda fundir eru kjöraðstaða til að opna á málin með fólki sem veit hvað verið er að tala um, fá ráð, hvatningu og finna leiðir til að njóta sín, þrátt fyrir breittar aðstæður.
Gunnhildur
Fjölskyldufræðingur

Lesa meira

Laugardaginn 25.maí næstkomandi ætlum við að fara í okkar árlegu og vinsælu vorferð.

Lagt verður af stað með rútu úr Hátúninu kl.9,30

Keyrt í Borgarfjörðinn og stoppað á Hvanneyri þar sem við fáum leiðsögn um staðinn og skoðum landbúnaðarsafnið.

Þaðan verður haldið í Kraumu við Reykholt, þar sem við fáum hádegisverð og þeir sem vilja geta svo farið í böðin en hinir bara gengið um og skoðað þennan fallega stað.

Ef veður er gott er ætlunin að stoppa smá stund í bakaleiðinni við Kleppjárnsreyki þar sem hægt er að kaupa ferskmeti úr gróðurhúsunum.

Áætlað að koma aftur heim ca kl.16,30

Við verðum eins og síðustu ár í samfloti með félögum úr Samtökum sykursjúkra.

Nauðsynlegt er að skrá sig í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 20.maí með tölvupósti í netfang: lauf@vortex.is og taka fram fjölda fullorðinna og fjölda barna, gott er einnig að tilgreina símanúmer.

Lesa meira