Aðalfundur LAUF

AÐALFUNDUR LAUF- FÉLAGS FLOGAVEIKRA

Verður haldinn mánudagskvöldið 29.apríl kl.19,30

Í húsnæði félagsins að Hátúni 10.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv lögum félagsins.

Stjórn leggur fyrir fundinn tillögu til breytinga á lögum.

Stjórn hvetur félagsmenn til að fjölmenna.

Kaffiveitingar

Stjórnin.

Tillaga stjórnar félagsins til breytinga á lögum:

Lögð er til breyting á 7.grein laga félagsins sem fjallar um framkvæmd aðalfundar.

Lagt er til að fella út 3.málsgreinina, sem hljóðar svo:

„Einnig skal birta tilkynningu í fjölmiðlum með þriggja daga fyrirvara hið skemmsta.“

Skýringar:

Á aðalfundi eiga þeir einir seturétt sem eru félagsmenn í LAUF – félagi flogaveikra, og þeir fá allir sent til sín aðalfundarboð í bréfpósti. Því telur stjórnin að auglýsing í fjölmiðlum sé óþörf auk þess sem slíkt er afar dýrt.

Lesa meira

Hér er það komið fram skýrt og klárt: Það hefur verið sagt við okkur að krónu-á-móti-krónu skerðingin verður ekki afnumin nema við föllumst á starfsgetumat.

Þetta eru þvinganir af hálfu stjórnvalda. Það á að kúga okkur til þess að taka upp kerfi sem hefur hvergi virkað fyrir fólk með skerta starfsgetu.

https://www.visir.is/g/2019190419872/ekkert-samkomulag-i-sjonmali-i-deilu-oryrkja-og-rikisins

Látum orðið berast!

Lesa meira

Norræn ráðstefna

JÖFNUÐUR – HEILSA – VELLÍÐAN

Áskoranir á Norðurlöndum

29. maí 2019

Ráðstefna um jöfnuð, heilsu og vellíðan verður haldin í Reykjavík 29. maí 2019 í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina.

Markmið ráðstefnunnar er að skoða hvort og þá hvernig unnt sé að auka heilsufarslegan jöfnuð og vellíðan á Norðurlöndum. Þá verður rýnt sérstaklega hið flókna samspil tekna, heilsu og menntunar og leitað svara við því hvaða áhrif heilsa hefur á fjárhagslega og félagslega stöðu fólks. Einnig hvernig slæm fjárhagsstaða og fá bjargræði geta haft áhrif á heilsuna.

Norrænir og alþjóðlegir fyrirlesarar, rannsakendur, sérfræðingar, fulltrúar notenda og stefnumótunaraðilar munu sækja ráðstefnuna.

Við vonumst einnig til að sjá þig!

Frítt er á ráðstefnuna og skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar: www.healthequity2019.is

Lesa meira

Hver er þín saga?

Við hjá ÖBÍ sækjumst eftir að heyra í fólki sem verður fyrir hinum ömurlegu krónu-á-móti-krónu skerðingum. Við viljum geta sagt sögur fólk og hvernig þessi skerðing hefur áhrif á alla tilveru þeirra.

Við hyggjumst síðan taka sögurnar saman og birta í formi örsagna á vef ÖBÍ og á samfélagsmiðlum bandalagsins.

Í þessu skyni höfum við sett saman eyðublað fyrir fólk til að fylla út svo það geti hjálpað okkur – og sjálfu sér! – til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á áhrifum þessara skerðinga.

Tengill á umfjöllun um krónu-á-móti-krónu skerðingarnar er hér og í textanum er að finna tengla á eyðublaðið:

https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/hver-er-thin-saga

Ég hvet ykkur öll til þess að miðla ykkar sögu ef við á, láta þessa orðsendingu fara sem allra víðast og hvetja fólk til að deila sinni reynslu.

Vinnum saman og vekjum stjórnvöld og almenning til vitundar um áhrif skerðinganna!

Lesa meira