Jólafrí!

JÓLA JÓLA JÓLA!!!
Við erum farin í jólafrí, opnum næst mánudaginn 7.janúar kl.9

Á meðan er hægt að senda skilaboð hér á facebook, eða senda okkur tölvupóst í lauf@vortex.is eða lesa skilaboð inn á símsvara í 551-4570. Skilaboð verða athuguð með nokkurra daga millibili.

Óskum félagsmönnum okkar og öðrum velunnurum gleði og friðar á jólum og þökkum samstarf á árinu sem er að líða.

Lesa meira

MINNUM Á NÁMSKEIÐIÐ FYRIR 13-15 ÁRA, SEM HEFST 14.JANÚAR

Umhyggja hefur gert samning við KVAN um að halda sjálfstyrkingarnámskeið fyrir systkini langveikra barna og verða námskeiðin niðurgreidd að langstærstum hluta af Umhyggju. Um er að ræða 8 vikna námskeið, 2,5 tíma í senn, og er hópunum skipt í 10-12 ára og 13-15 ára. Fyrra námskeiðið, fyrir 10-12 ára, fer af stað 21. nóvember og verður kennt á milli kl.16 og 18.30. Það síðara, ætlað 13-15 ára, fer svo af stað 14. janúar og er kennt milli 18.30 og 21.

Hér eru tveir hlekkir inn á skráningarsíður þar sem einnig koma fram allar helstu upplýsingar um námskeiðið.

https://kvan.is/product/sjalfsstyrkingarnamskeid-umhyggju-og-kvan- (10-12 ára)

https://kvan.is/product/sjalfsstyrkingarnamskeid-umhyggju-og-kvan-fyrir-13-15-ara-hefst-14januar (13-15 ára)

Lesa meira

Þórður Vilberg Oddsson hefur gefið út ljóðabókina "Tækifæri", en allur hagnaður af útgáfu og sölu bókarinnar fer til styrktar LAUF-félagi flogaveikra.

Bókin er til sölu hjá Þórði sjálfum, torduro@simnet.is , og á skrifstofu LAUF, lauf@vortex.is .

Bókin kostar kr.2.900,-

Lesa meira

Heil og sæl

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu fræðslukvöldi stuðningsfulltrúa og aðildarfélaga Stuðningsnets sjúklingafélaganna sem átti að vera 13. desember kl. 17 í Síðumúla 6 þar sem Helga umsjónaraðili Stuðningsnetsins er að jafna sig eftir aðgerð. Við munum senda ykkur nýja tímasetningu um leið og hún liggur fyrir.

Óskum ykkur gleðilegra jóla. 🎅

Stjórn Stuðningsnets sjúklingafélaganna
Fríða, Sirrý og Stefanía

Lesa meira