Jóla-piparköku-gleði

Piparkökuskreytingar

Laugardaginn 7. desember kl.14-16 ætlum við að hittast í húsnæði Lauf, Hátúni 10, jarðhæð í sal sem heitir Setrið og skreyta saman piparkökur og piparkökuhús. Öll fjölskyldan er velkomin í þessa gæðastund.

Lauf útvegar piparkökuhús, piparkökur, glassúr og nammiskraut fyrir alla svo það er best að skrá sig með því að senda nafn og fjölda gesta á lauf@vortex.is

Ef þú átt sprautur eða pensla fyrir glassúrinn er gott að koma með það en eitthvað verður á staðnum sem hægt er að skiptast á að nota. Sömuleiðis er gott að koma með bakka sem þú vilt hafa piparkökuhúsið á og annan til að taka með heim skreyttar piparkökur 😊

Smákökur og heitt kakó verður á boðstólum, bæði vegan og hefðbundið.

Lesa meira

Fræðsla um flogaveiki skólabarna

25. nóv. 2019, kl.14:30-16:00, húsnæði Lauf Hátúni 10, jarðhæð

Fræðsla um flogaveiki skólabarna fyrir skóla-hjúkrunarfræðinga, kennara, leikskólakennara og allt starfsfólk í grunn- og leikskólum.

Efni:

Sjúkdómurinn
Markmið meðferðar
Þarfir barna með

flogaveiki

Stuðningur
Viðbrögð við flogum

Skráning: https://doodle.com/poll/w4z2nsgf3kdqu69w

fræðslan er á vegum hjúkrunarfræðinga taugateymis barnaspítala Hringsins og LAUF

Lesa meira

Málþing LAUF: Lífið með flogaveiki verður haldið á Grand Hótel fimmtudaginn 7.nóvember kl.16-18,30

Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ

Ágúst Hilmarsson, læknir á taugadeild LSH

Heiðrún Berglind Finnsdóttir, CrossFit þjálfari

Daníel Wirkner, gullsmiður

Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir, skemmtikraftur

Lesa meira

Umhyggja hyggst, eins og í fyrra, bjóða upp á KVAN sjálfstyrkingarnámskeið nú í vetur og munum við nú bjóða upp á námskeið fyrir langveik börn í þetta skiptið (í fyrra voru það systkini).

Farið verður af stað með fyrsta námskeiðið 16. nóvember, en kennt verður á laugardögum milli 10 og 12 í húsnæði KVAN í Kópavogi. Námskeiðið er 8 skipti og er ætlað 10-12 ára börnum, þ.e. þeim sem eru í 5. – 7.bekk. Hér í viðhengi er auglýsingin frá KVAN. Námskeiðið er miðað við að börn geti tjáð sig, verið virkir þátttakendur og tekið þátt í því hópsamtali sem námskeiðið byggir á.

Umhyggja greiðir fyrir þátttakendur að undanskildu 7.500 krónu staðfestingargjaldi.

Skráning fer fram hér https://www.umhyggja.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-kvan-namskeid-10-12-ara þ.e. á vefsíðu Umhyggju. Það eru 15 pláss laus svo ég mæli með því að áhugasamir hafi hraðar hendur með skráningarnar.

Lesa meira