Námskeið í slökun

Námskeið í djúpslökun

Á námskeiðinu verður farið í þætti sem virka við streitutengdum einkennum.

Kenndar verða aðferðir til að dýpka öndun, íhugun (mind fulness) og sjálfsdáleiðslu.

Farið verður yfir mikilvægi innra samtals og hvernig maður styrkir sjálfsmynd sína og innsæi.

Góð slökun og öndunaræfingar auka blóðflæði líkamans, bæta svefn, losa um kvíða og þunglyndi og koma í veg fyrir bólgutengd einkenni.

Námskeiðið hefst 24.september og fer fram í Setrinu Hátúni 10 milli kl. 17.30 – 19.00 - fjögur skipti.

Skráning fer fram á netfanginu gunnhildur@vinun.is

Námskeiðið er haldið í samvinnu LAUF, Parkinsonsamtakanna og Félags nýrnasjúkra og er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Lesa meira

Minnum á okkar mánaðarlega opna hús, mánudaginn 3.september kl.19,30-21.

Allir velkomnir!

Gunnhildur, fjölskylduráðgjafi, sem nú starfar fyrir félagið, mun kynna sína þjónustu.
Hún lýsir því hvað það er sem hún getur hjálpað fólki með auk þess að ræða ýmsar leiðir sem fólk getur sjálft notað til að láta sér líða betur og svo mun hún kynna námskeið sem hún áætlar að bjóða upp á. Minnum á að þjónusta Gunnhildar er félagsmönnum að kostnaðarlausu

Lesa meira

Ráðgjafaviðtöl

Við minnum á þjónustu Gunnhildar, fjölskylduráðgjafa, sem er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Til að panta viðtal, hafið samband í netfangið: gunnhildur@vinun.is

einnig minnum við á fróðleik frá henni, sem er undir flipanum "Um sjúkdóminn" hér efst á síðunni.

Lesa meira