Á morgun, 26.mars, er Fjólublái dagurinn, Purple Day, sem er alþjóðlegur dagur til vitundarvakningar um flogaveiki, sjá nánar á www.purpleday.org

LAUF - félag flogaveikra mun í tilefni dagsins birta þessa heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu.

Við hvetjum okkar fólk til að taka þessa mynd, vista hana hjá sér og deila á sínum FB síðum.

Lesa meira

Covid-19

Nokkrir hafa haft samband og spurt út í það hvort fólk með flogaveiki teljist til áhættuhópa út frá corona-veiru smiti.

Stutta svarið er Nei. 

Flogaveiki í sjálfu sér gerir fólk ekki útsettara fyrir veirusmiti og veldur því ekki að fólk verði alvarlegar veikt ef það smitast.

HINSVEGAR er rétt að muna að fjölmargir flogaveikir eru til viðbótar með ýmsa aðra undirliggjandi sjúkdóma/kvilla/veikleika, og þeir geta auðvitað valdið því að fólk sé í meiri hættu.

EN sem sé, flogaveikin sjálf hefur, að því er rannsóknir sýna enn sem komið er amk, ekki áhrif gagnvart corona smiti.

Lesa meira

Aðalfundi frestað

Aðalfundinum sem áformað var að halda 30.mars er hér með frestað um óákveðinn tíma, en fundurinn verður vel auglýstur þegar þar að kemur.

Lesa meira

AÐALFUNDUR LAUF- FÉLAGS FLOGAVEIKRA og Æskulýðs- og fræðslusjóðs LAUF

Verður haldinn mánudagskvöldið 30.mars 2020 kl.19,30

Í húsnæði félagsins að Hátúni 10.

(með fyrirvara um breytingar út frá fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda vegna COVID-19, ef breyting verður á mun það auglýst á heimasíðu og facebook síðu)

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv lögum félagsins.

Stjórn hvetur félagsmenn til að fjölmenna.

Kaffiveitingar

Stjórnin.

Lesa meira