Félagsgjöld 2020

Kæru félagsmenn, við höfum nú sent út kröfur vegna félagsgjalda fyrir árið 2020. Þetta er gert mun seinna en venja er, vanalega fara kröfurnar út að vori. Skýringin liggur, eins og með svo margt annað um þessar mundir, í því að við gátum ekki haldið aðalfundinn á réttum tíma út af covid. Við biðjum ykkur að bregðast hratt og vel við og greiða kröfurnar.

Lesa meira

Opnu húsi aflýst

Kæru félagsmenn í LAUF.
í kvöld hefði átt að vera hið mánaðarlega opna hús hjá okkur, EN
í ljósi þess að Almannavarnir hafa farið upp á neyðarstigið höfum við ákveðið að aflýsa opnum húsum meðan það ástand varir - svo sjáum við bara til hvernig málin þróast og reynum að hittast eins fljótt og það er óhætt
Lesa meira

LAUF blaðið

LAUF blaðið mun að venju koma út í desember, og fögnum við öllum tillögum að umfjöllunarefni.

við viljum þó hvetja ykkur til að skoða og kynna ykkur eldri blöð frá okkur, sjá hér: http://lauf.is/utgefid-efni/ þar er að finna ýmislegt umfjöllunarefni, og meðal annars flest það sem komið hafa ábendingar um nú síðustu daga, t.d. meðganga og fæðing hjá konum með flogaveiki, börn sem eiga foreldra með flogaveiki, eldra fólk og flogaveiki og margt fleira

Lesa meira