Niceair og Umhyggja eru komin í samstarf um að veita fjölskyldum langveikra barna sérstök kjör af utanlandsferðum með nýstofnuðu flugfélagi sem flýgur frá Akureyri.

Til að létta undir með fjölskyldum langveikra barna og auðvelda þeim ferðalög erlendis býður Niceair langveikum börnum frítt flug til allra áfangastaða sinna og foreldrum þeirra 50% afslátt. Þetta gildir fyrir þær fjölskyldur sem eru félagar í Umhyggju eða aðildarfélögum Umhyggju 😊 Í sumar verður flogið til Tenerife, London og Kaupmannahafnar, en næsta vetur verður flogið til Manchester, London og Kaupmannahafnar. (LAUF - félag flogaveikra er aðildarfélag í Umhyggju).

Sjá nánari upplýsingar: https://www.umhyggja.is/is/frettir/frettir-allt/niceair-og-umhyggja-i-samstarfLesa meira

Ráðstefna ÖBÍ um atvinnumál fatlaðs fólks: VINNUMARKAÐURINN ÞARF Á OKKUR AÐ HALDA, verður haldin næstkomandi miðvikudag, 11. maí nk. á Hótel Hilton, Nordica.

Allir eru velkomnir! Skráning á obi.is

Dagskrá:

· Ávarp. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags–og vinnumarkaðsráðherra

· Viðeigandi aðlögun - hvað er það? Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur, ÖBÍ

· Örsaga af vinnumarkaði. Berglind Stefánsdóttir

· Atvinnumál fatlaðs fólks í Reykjavík. Auður Björgvinsdóttir, Reykjavíkurborg

· Atvinnumál fatlaðra frá sjónarhorni ráðningarstofu. Torfi Markússon, Intellecta

· Örsaga af vinnumarkaði. Daði Gunnsteinsson

· Hvað geta atvinnurekendur gert til að auka atvinnuþátttöku fatlaðs fólks?

Maj-Britt Hjördís Briem, lögmaður, SA

· Fjölgun starfstækifæra. Hans Benjamínsson, Vinnumálastofnun

· Örsaga af vinnumarkaði. Svala Arnardóttir

· Stjórnun fjölbreytileika og stuðningsúrræði á vinnumarkaði. Stefán Hardonk, lektor, HÍ

· Nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks. Elinóra Inga Sigurðardóttir, KVENN, Valdimar Össurarson,

SFH, Aileen Soffía Svensdóttir, frumkvöðull

· Örsaga af vinnumarkaði. Haraldur Þorleifsson

· Vinnustofur. Lausnir fundnar – eru þær raunhæfar?

· Hvatning til góðra verka. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður, ÖBÍ

Rit- og táknmálstúlkun er í boði. Nánari upplýsingar og skráning á obi.is

Lesa meira

Nokkrir nemendur við HR eru að vinna verkefni sem snýst um að finna upp tæki sem getur gefið fólki viðvörun þegar flog er á leiðinni

þau sem vilja hjálpa þeim eru beðin að svara þessari könnun

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeqK5lL2wp4DW4oEcbNwGK7tD390BmUkqkdrHfrwi42kWbDpg/viewform?vc=0&c=0&w=1&flr=0

Lesa meira