Skip to main content

Hin árlegi jólafundur Laufs var haldinn sunnudaginn 3. desember s.l. Þar var boðið upp á hangikjöt og aðrar kræsingar að gömlum og góðum sið. Boðið var upp á söngskemmtun og upplestur svo eitthvað sé nefnt og má þar nefna góða gesti sem við fengu s.s. Smaladrengina sem sungu nokkur lög, Guðrún Helgadóttir rithöfundur sem las upp úr bók sinni “Öðrvísi saga” og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem flutti hugvekju og hugleiðingar sínar um jólahald fyrr og nú. Um 80 manns, félagar og þeirra gestir mættu og áttum við góða stund saman á þessum fyrsta sunnudegi í aðventu.

Landssamtök áhugafólks um flogaveiki óskar öllum félögum og velunnurum sínum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári. Hafið þökk fyrir allar góðu stundirnar og veittan stuðning á árinu sem er að líða.