Skip to main content

Hún hefur gengist undir heilaskurðaðgerð vegna flogaveiki sinnar og þekkir því lífið með og án floga. En árangur aðgerðarinnar varði ekki lengi. María Dröfn tók bílpróf eftir að hún losnaði við flogin en varð fyrir því óhappi að lenda í árekstri og upp úr því fór hún að fá flog aftur. En í millitíðinni hafði hún sótt um nám við glerblásturs skólann í Kosta í Svíþjóð og þrátt fyrir að flogaveikin væri komin aftur ákvað hún að rífa sig upp og fara út í námið. Hún vann að gerð margvíslegra glæsilegra hluta, til að mynda gerði hún stórt og veglegt taflborð og blés alla taflamennina sem er alveg einstakt. Á síðasta ári var stofnað til áhugaverðs verkefnis af frumkvæði alþjóðasamtaka flogaveikra og lyfjafyrirtækisins UCB Pharma. Verkefnið gengur undir nafninu Freedom in Mind eða Frelsi í hugsun. Lauf auglýsti þetta verkefni og hvatti fólk til þátttöku, María Dröfn svaraði kalli okkar. Lauf lét útbúa plakat með tveim listaverkum eftir Maríu Dröfn annars vegar mynd af taflborðinu góða (með taflmönnunum á sem eru úr blásnu gleri) og hins vegar mynd af skál. Við óskum Maríu Dröfn til hamingju með framtakið og vonum að verk hennar verði sýnd sem víðast og að þau verði öðrum einstaklingum með flogaveiki hvatning til að láta drauma sína rætast.