Skip to main content

Reykjavík Dance Festival fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og því viljum við, ásamt vinum okkar í Lókal Performance Festival, bjóða ykkur í fimm daga partý.

Það gleður okkur að veita ykkar félagi 30% afslátt af miðagjaldi með að nota kóðann: STUDENTS2022

Kynnið ykkur dagskránna og bókið miða hér.

„Fjölbreytileiki er að fá boð í teiti, inngilding er að vera boðið upp í dans.“ – Vernā Myers

Undanfarið hefur mjög þörf umræða átt sér stað um inngildingu í sviðslistum á Íslandi, eða skort á henni. RDF hefur í gegnum árin lagt áherslu á fjölbreytileika og inngildingu, bæði með listafólkinu sem sýnir á hátíðinni og þeirra samfélaga sem hún nær til, og mun halda því áfram. En það fylgir því mikið vald að velja hver fær að sjást og hver ekki. Við viljum halda samtalinu áfram og vera aðgengileg hátíð sem er vettvangur ólíkra líkama, radda og birtingarmynda.

Með innblæstri frá orðum Vernā Myers, bjóðum við öllum upp í dans í afmælisveislunni okkar sem er full af sýningum, tónleikum, reifum, vinnustofum, fyrirlestrum, gönguferðum og samveru!

Lifi dansinn!