Skip to main content

Er þetta eitthvað fyrir þig? Flogaveiki, ýmsir aðrir sjúkdómar og fatlanir hafa áhrif á alla fjölskylduna og mikilvægt er því að huga einnig að systkinum barna með þessi einkenni. Systkinasmiðjan hefur staðið fyrir námskeiðum sem gagnast hafa mörgum. Endilega skoðið þetta frekar ef þið teljið að þetta geti komið að notum.

Byrjendanámskeið haust 2007 og vor 2007
Ákveðið hefur verið að halda eitt haustnámskeið fyrir byrjendur og eitt vornámskeið. Bæði námskeiðin verða yfir eina helgi frá föstudagskvöldi til sunnudags. Haustnámskeiðið verður helgina 9. – 11. nóvember n.k.
Dagsetning vornámskeiðs verður auglýst síðar.

Staðsetning: Í Gylfaflöt sem er dagþjónusta fyrir fatlaða að Bæjarflöt 17 Grafarvogi.

Fyrirkomulag: Börnunum verður skipt niður í hópa eftir aldri. Yngri hópur (8-10 ára) og eldri hópur (11-14 ára).

Tímalengd: Námskeiðið er samtals 11 klukkustundir og er foreldrum boðið á smá fyrirlestur á föstudagskvöldinu í upphafi námskeiðs:
Föstudagur 9. nóv. Kl. 19.30 – 21.30
Laugardagur 10. nóv. Kl. 10.00 – 15.00
Sunnudagur 11. nóv. Kl. 10.00 – 14.00

Þáttökugjald er kr. 2000.- Boðið er upp á systkinaafslátt.
Vinsamlega skráið ykkur í tölvupósti hannarb@simnet.is eða hringið í síma 698-1856.
Við skráningu þarf að koma fram nafn barns og kennitala, heimilisfang, símanúmer, tölvupóstfang, fötlun systkinis og nafn forráðamanns. Nánari upplýsingar á heimasíðu Systkinasmiðjunnar
http://www.verumsaman.is

Systkinasmiðjan